Ívar um fjarveruna síðustu daga: Ef eitthvað er þá er liðið betra Anton Ingi Leifsson skrifar 16. nóvember 2017 21:30 Ívar messar yfir sínum mönnum í kvöld. vísir/ernir „Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt. Mér fannst við samt alveg geta meira, sérstaklega í fyrri hálfleik,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í kvöld, eftir frábæran sigur á KR. „Það vantaði aðeins kraft í okkur, en við vorum að hitta vel og það var það sem skóp forystuna í fyrri hálfleik. Mér fannst vanta kraft, en krafturinn í þriðja og fjórða var frábær.” Í fyrri hálfleik voru Haukarnir dálítið að rétta KR boltann í stað þess að stinga KR-inga almennilega af. „Okkur vantaði aðeins að klára leikinn vel. Við urðum kærulausir stundum og vorum ekki að gera það sem gekk vel. Um leið og við náðum forystu þá vorum við of seinir að setja upp.” „Heilt yfir er þetta bara flottur sigur og algjör liðssigur þar sem allir eru að skila frábærri vinnu. Við erum að fá stórkostlegt framlag frá bekknum.” Það eru ekki mörg lið sem koma í DHL-höllina og halda KR í 66 stigum eins og Haukarnir gerðu í kvöld. Varnarleikurinn var frábær. „Varnarleikurinn var frábær og stóru mennirnir okkar í teignum voru stórkostlegir. Þeir stoppuðu allt. Ég held ég hafi ekki séð annað eins og varnarleikinn hjá Hjálmari. Hann var rosalegur.” Ívar hefur verið erlendis með kvennalandsliðinu og kann aðstoðarmönnum sínum miklar þakkir fyrir frammistöðu þeirra síðustu daga og vikur, en Vilhjálmur Steinarsson og Steinar Aronsson eru aðstoðarmenn Ívars. „Ég vil hrósa aðstoðarmönnum mínum meðan ég var úti. Þeir hafa verið að sinna þessu, Vilhjálmur og Steinar, og hafa gert það frábærlega. Ef eitthvað er þá er liðið betra. Ég vil koma hrósi á þá tvo,” sagði Ívar þakklátur sínum mönnum í leikslok. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 66-81 | Haukar skelltu KR Haukar unnu glæsilegan sigur á KR í DHL-höllinni í kvöd, en Haukarnir leiddu frá því í fyrsta leikhluta. Mjög flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn fimmtán stig, 81-66. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan heilt yfir ágæt. Mér fannst við samt alveg geta meira, sérstaklega í fyrri hálfleik,” sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í kvöld, eftir frábæran sigur á KR. „Það vantaði aðeins kraft í okkur, en við vorum að hitta vel og það var það sem skóp forystuna í fyrri hálfleik. Mér fannst vanta kraft, en krafturinn í þriðja og fjórða var frábær.” Í fyrri hálfleik voru Haukarnir dálítið að rétta KR boltann í stað þess að stinga KR-inga almennilega af. „Okkur vantaði aðeins að klára leikinn vel. Við urðum kærulausir stundum og vorum ekki að gera það sem gekk vel. Um leið og við náðum forystu þá vorum við of seinir að setja upp.” „Heilt yfir er þetta bara flottur sigur og algjör liðssigur þar sem allir eru að skila frábærri vinnu. Við erum að fá stórkostlegt framlag frá bekknum.” Það eru ekki mörg lið sem koma í DHL-höllina og halda KR í 66 stigum eins og Haukarnir gerðu í kvöld. Varnarleikurinn var frábær. „Varnarleikurinn var frábær og stóru mennirnir okkar í teignum voru stórkostlegir. Þeir stoppuðu allt. Ég held ég hafi ekki séð annað eins og varnarleikinn hjá Hjálmari. Hann var rosalegur.” Ívar hefur verið erlendis með kvennalandsliðinu og kann aðstoðarmönnum sínum miklar þakkir fyrir frammistöðu þeirra síðustu daga og vikur, en Vilhjálmur Steinarsson og Steinar Aronsson eru aðstoðarmenn Ívars. „Ég vil hrósa aðstoðarmönnum mínum meðan ég var úti. Þeir hafa verið að sinna þessu, Vilhjálmur og Steinar, og hafa gert það frábærlega. Ef eitthvað er þá er liðið betra. Ég vil koma hrósi á þá tvo,” sagði Ívar þakklátur sínum mönnum í leikslok.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 66-81 | Haukar skelltu KR Haukar unnu glæsilegan sigur á KR í DHL-höllinni í kvöd, en Haukarnir leiddu frá því í fyrsta leikhluta. Mjög flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn fimmtán stig, 81-66. 16. nóvember 2017 21:15 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 66-81 | Haukar skelltu KR Haukar unnu glæsilegan sigur á KR í DHL-höllinni í kvöd, en Haukarnir leiddu frá því í fyrsta leikhluta. Mjög flottur leikur hjá þeim rauðklæddu, en að endingu varð munurinn fimmtán stig, 81-66. 16. nóvember 2017 21:15
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti