„Vagnstjórinn slapp með skrekkinn“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari. Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Mildi þykir að ekki fór verr í hörðum árekstri í dag þegar strætisvagn lenti aftan á vörubíl með þeim afleiðingum að pall vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins. Viðbragðsaðilar telja að sólin hafi líklegast blindað ökumanninn. Nadine Guðrún Yaghi. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag og var mikill viðbúnaður á staðnum. Tveir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn: bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Enginn er þó talin alvarlega slasaður og þykir það mikil mildi en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var áreksturinn harður en strætisvagninn lenti aftan á vörubílnum sem var kyrrstæður. Pallur vörubílsins fór þannig að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins sem er töluvert skemmdur. „Það er sólin sem er vandamálið. Vagnstjórinn sér ekkert fyrr en hann skellur á vörubílinn,“ segir Björgvin Ingvason, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það voru sjö manns í strætisvagninum þegar slysið átti sér stað, þar á meðal bílstjóri strætisvagnsins. Fólk var eðlilega í miklu áfalli. „Þeir voru skoðaðir á vettvangi og svo hvattir til að leita aðstoðar ef þeir fyndu til eftir óhappið,“ segir Björgvin og bætir við að farþegarnir hafi verið sóttir á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó verður farþegum boðin áfallahjálp og eru hvattir til að hafa samband. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Viðbragðsaðilar voru fljótir á staðinn í dag og var mikill viðbúnaður á vettvangi fram eftir degi. Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að aðeins litlu hafi mátt muna að miklu verr færi. „Í þessu tilfelli hefur bílstjórinn verið afskaplega heppinn að stórslasast ekki. Hann virðist hafa sloppið með skrekkinn í þetta skiptið. Vörubílspallurinn var bara komin í fangið á honum og mikil mildi að ekki fór verr. Svo var fjöldi farþega í bílnum sem virðast hafa sloppið með skrekkinn líka,“ segir Arni. Ari telur einnig að líklega hafi það verið sólin sem hindraði útsýni ökumannsins. „Sólin er hérna ansi lágt á lofti og hún er ansi hættuleg þegar hún blindar ökumenn og ég held að það hafi verið svoleiðis í þessu tilfelli,“ segir Ari.
Tengdar fréttir Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45 Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Pallur vörubílsins var aðeins nokkrum sentímetrum frá bílstjóra strætisvagnsins Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi árekstursins á Reykjanesbraut þar sem strætisvagn keyrði aftan á vörubifreið. 19. nóvember 2017 13:45
Strætisvagn og vörubíll rákust saman á Reykjanesbraut Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut. 19. nóvember 2017 12:31