Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 22:31 Ásmundur Friðriksson segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins. Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins.
Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59
Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00