„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2017 23:30 Andrew Weissmann fór fyrir rannsókn yfirvalda á Enron-hneykslinu og er nú nánasti samstarfsmaður Roberts Mueller. Vísir/Getty Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. Þetta er mat fyrrverandi samstarfsmanna Weissmann sem er einn nánasti samstarfsmaður Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem fer fyrir rannsókninni.Ítarlega er fjallað um aðkomu Weissmann að rannsókninni á vef New York Times. Þar er farið yfir starfsferil Weismann. Starfaði hann árum saman sem saksóknari í New York þar sem hann vann sér til frægðar að sækja mál gegn háttsettum mafíósum.Sjá einnig:Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn MuellerEr honum lýst sem „lögfræðibolabít“ en hundar af þeirri tegund, þrátt fyrir að vera yfirleitt ljúfir sem lömb, geta verið mjög árásargjarnir við ákveðnar aðstæður. Óvinalisti Weismann er afar langur, á honum eru leigumorðingjar sem og hvítflibbaglæpamenn. Honum er einnig lýst sem afar nákvæmum lögfræðingi sem láti ekkert fram hjá sér fara. „Ef það er eitthvað að finna þá finnur hann það,“ segja fyrrverandi samstarfsmenn Weismann um hann. Auk þess sem að hafa saksótt mafíuforingja í New York var hann áberandi í máli yfirvalda gegn háttsettum starfsmönum Enron sem varð gjaldþrota árið 2001 með miklum hvelli.Paul Manafort sést hér ræða við Ivönku Trump, dóttur Donald Trump, sem sést hér undirbúa sig fyrir landsþing Repúblikana á síðasta ári.Vísir/GettySérfræðingur í að fá ákærða til að vitna gegn stórlöxum Í frétt New York Times segir að Mueller hafi nú sleppt Weismann lausum en hann leiðir nú mál embættisins gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort var ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. Ástæðan fyrir því að fyrrverandi samstarfsmenn Weismann segja að Trump ætti að óttast starf Weismann er einföld. Sérgrein hans er að snúa einstaklingum sem eru ákærðir og fá þá til að starfa með ákæruvaldinu með það að markmiði að veiða stærri fiska í netið. Rannsókn Mueller beinist eins og áður segir að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. Þó að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að Trump sjálfur hafi haft einhverja vitneskju um hið hugsanlega samráð telja ýmsir að mögulegt sé að rannsókn Mueller muni leiða í ljós að eitthvað óhreint leynist í pokahorni Trump.Fréttaskýrendur ytra telja líklegt að ástæðan fyrir því að Mueller beini spjótum sínum að Manafort nú í upphafi sé að sérstaki rannsakandinn sé að reyna að fá fyrrverandi kosningastjóra Trump til að snúast gegn forsetanum. Alvanalegt er hjá saksóknurum að reyna að koma upp á milli sakborninga til þess að reyna að fá þá til að snúast gegn hver öðrum. Er þar enginn betri en Weismann.Fékk fjármálastjóra Enron til að tala Í frétt New York Times er rifjað upp hvernig Weissmann fór að því að sakfella mafíuforingjann Vincent „the Chin“ Gigante, sem var höfuð einnar stærstu mafíufjölskyldu Bandaríkjanna. Hafði Gigante ávallt tekist að koma sér hjá ákærum með því að þykjast vera veikur á geði. Weissmann tókst þó að fá samstarfsmenn Gigante til þess að vitna gegn honum og var mafíósinn að lokum dæmdur í 12 ára fangelsi. Þá er einnig rifjað upp hvernig Weissmann fór að því að fá fjármálastjóra Enron til þess að tala. Gerði hann það með því að ákæra eiginkonu hans fyrir fjársvik. Fjármálastjórinn varð lykilvitni í Enron-málinu fyrir ákæruvaldið.Ítarlega umfjöllun New York Times um Weismann má lesa hér. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. Þetta er mat fyrrverandi samstarfsmanna Weissmann sem er einn nánasti samstarfsmaður Robert Mueller, sérstaks saksóknara sem fer fyrir rannsókninni.Ítarlega er fjallað um aðkomu Weissmann að rannsókninni á vef New York Times. Þar er farið yfir starfsferil Weismann. Starfaði hann árum saman sem saksóknari í New York þar sem hann vann sér til frægðar að sækja mál gegn háttsettum mafíósum.Sjá einnig:Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn MuellerEr honum lýst sem „lögfræðibolabít“ en hundar af þeirri tegund, þrátt fyrir að vera yfirleitt ljúfir sem lömb, geta verið mjög árásargjarnir við ákveðnar aðstæður. Óvinalisti Weismann er afar langur, á honum eru leigumorðingjar sem og hvítflibbaglæpamenn. Honum er einnig lýst sem afar nákvæmum lögfræðingi sem láti ekkert fram hjá sér fara. „Ef það er eitthvað að finna þá finnur hann það,“ segja fyrrverandi samstarfsmenn Weismann um hann. Auk þess sem að hafa saksótt mafíuforingja í New York var hann áberandi í máli yfirvalda gegn háttsettum starfsmönum Enron sem varð gjaldþrota árið 2001 með miklum hvelli.Paul Manafort sést hér ræða við Ivönku Trump, dóttur Donald Trump, sem sést hér undirbúa sig fyrir landsþing Repúblikana á síðasta ári.Vísir/GettySérfræðingur í að fá ákærða til að vitna gegn stórlöxum Í frétt New York Times segir að Mueller hafi nú sleppt Weismann lausum en hann leiðir nú mál embættisins gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort var ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. Ástæðan fyrir því að fyrrverandi samstarfsmenn Weismann segja að Trump ætti að óttast starf Weismann er einföld. Sérgrein hans er að snúa einstaklingum sem eru ákærðir og fá þá til að starfa með ákæruvaldinu með það að markmiði að veiða stærri fiska í netið. Rannsókn Mueller beinist eins og áður segir að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. Þó að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að Trump sjálfur hafi haft einhverja vitneskju um hið hugsanlega samráð telja ýmsir að mögulegt sé að rannsókn Mueller muni leiða í ljós að eitthvað óhreint leynist í pokahorni Trump.Fréttaskýrendur ytra telja líklegt að ástæðan fyrir því að Mueller beini spjótum sínum að Manafort nú í upphafi sé að sérstaki rannsakandinn sé að reyna að fá fyrrverandi kosningastjóra Trump til að snúast gegn forsetanum. Alvanalegt er hjá saksóknurum að reyna að koma upp á milli sakborninga til þess að reyna að fá þá til að snúast gegn hver öðrum. Er þar enginn betri en Weismann.Fékk fjármálastjóra Enron til að tala Í frétt New York Times er rifjað upp hvernig Weissmann fór að því að sakfella mafíuforingjann Vincent „the Chin“ Gigante, sem var höfuð einnar stærstu mafíufjölskyldu Bandaríkjanna. Hafði Gigante ávallt tekist að koma sér hjá ákærum með því að þykjast vera veikur á geði. Weissmann tókst þó að fá samstarfsmenn Gigante til þess að vitna gegn honum og var mafíósinn að lokum dæmdur í 12 ára fangelsi. Þá er einnig rifjað upp hvernig Weissmann fór að því að fá fjármálastjóra Enron til þess að tala. Gerði hann það með því að ákæra eiginkonu hans fyrir fjársvik. Fjármálastjórinn varð lykilvitni í Enron-málinu fyrir ákæruvaldið.Ítarlega umfjöllun New York Times um Weismann má lesa hér.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Bandamenn Bandaríkjaforseta hvísla um að ákærur á hendur fyrrverandi starfsmönnum framboðs hans auki líkurnar á að hann grípi inn í rannsókn Roberts Mueller. 31. október 2017 11:53
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26