
Staða kvenna á Alþingi sterkust í Framsókn
Þetta er níunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti. Þegar kynjajafnrétti er mælt er litið til fjögurra þátta; heilbrigði, menntunar, efnahagslegrar stöðu og stjórnmálaþátttöku. Þrátt fyrir að þetta sé afar góð niðurstaða, þá er niðurstaða alþingiskosninganna vonbrigði þegar litið er til jafnréttissjónarmiða. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin í þinginu ekki verið verri síðan árið 2007. Konur verða því aðeins 38% þingmanna í stað 47,6% eftir kosningarnar árið 2016, þegar 30 konur og 33 karlar tóku sæti á Alþingi. Vert er að hafa í huga að einungis tólf þjóðir í heiminum geta státað af því að hafa hlutfall kvenna á þingi yfir 40%. Kynjahlutfallið hjá Framsóknarflokknum er nú hagstæðast allra flokka hjá konum á Alþingi. Ég er stolt af því að tilheyra stjórnmálaafli þar sem staða kvenna á þingi er þetta góð. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem stöðugt þarf að vinna að. Þó okkur hafi ekki tekist að viðhalda sama þingstyrk kvenna í kosningunum nú verðum við að gera það besta úr stöðunni.
Tefla verður fram konum í ráðherraembætti og til formennsku í nefndum. Þannig geta stjórnmálaflokkarnir sýnt í verki áherslur sínar í jafnréttismálum og aukið áhrif þeirra á þingi. Í ljósi stöðunnar á Alþingi hvet ég alla þá sem taka þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi þegar framboðslistar til sveitarstjórna verða settir fram. Að sama skapi þurfa konur í enn ríkari mæli að láta til sín taka í stjórnun fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins, vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og leiðrétta kynbundinn launamun. Það er mín trú að þótt kynjahalli sé nú á Alþingi verði rödd þingkvenna sterk á komandi misserum.
Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins
Skoðun

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Micah Garen skrifar

Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar

Grafið undan grunngildum
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Samúð
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Allskonar núansar
Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands
Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025
Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar

Byggjum meira á Kjalarnesi
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis
Heimir Már Pétursson skrifar

Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hugleiðingar um listamannalaun V
Þórhallur Guðmundsson skrifar

Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!!
Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Olíunotkun er þjóðaröryggismál
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar