Staða kvenna á Alþingi sterkust í Framsókn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Alþjóðaefnahagsráðinu mælist hvergi meiri jöfnuður á milli kynjanna en á Íslandi en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þetta er níunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti. Þegar kynjajafnrétti er mælt er litið til fjögurra þátta; heilbrigði, menntunar, efnahagslegrar stöðu og stjórnmálaþátttöku. Þrátt fyrir að þetta sé afar góð niðurstaða, þá er niðurstaða alþingiskosninganna vonbrigði þegar litið er til jafnréttissjónarmiða. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin í þinginu ekki verið verri síðan árið 2007. Konur verða því aðeins 38% þingmanna í stað 47,6% eftir kosningarnar árið 2016, þegar 30 konur og 33 karlar tóku sæti á Alþingi. Vert er að hafa í huga að einungis tólf þjóðir í heiminum geta státað af því að hafa hlutfall kvenna á þingi yfir 40%. Kynjahlutfallið hjá Framsóknarflokknum er nú hagstæðast allra flokka hjá konum á Alþingi. Ég er stolt af því að tilheyra stjórnmálaafli þar sem staða kvenna á þingi er þetta góð. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem stöðugt þarf að vinna að. Þó okkur hafi ekki tekist að viðhalda sama þingstyrk kvenna í kosningunum nú verðum við að gera það besta úr stöðunni. Tefla verður fram konum í ráðherraembætti og til formennsku í nefndum. Þannig geta stjórnmálaflokkarnir sýnt í verki áherslur sínar í jafnréttismálum og aukið áhrif þeirra á þingi. Í ljósi stöðunnar á Alþingi hvet ég alla þá sem taka þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi þegar framboðslistar til sveitarstjórna verða settir fram. Að sama skapi þurfa konur í enn ríkari mæli að láta til sín taka í stjórnun fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins, vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og leiðrétta kynbundinn launamun. Það er mín trú að þótt kynjahalli sé nú á Alþingi verði rödd þingkvenna sterk á komandi misserum.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Alþjóðaefnahagsráðinu mælist hvergi meiri jöfnuður á milli kynjanna en á Íslandi en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Þetta er níunda árið í röð sem Ísland er í fyrsta sæti. Þegar kynjajafnrétti er mælt er litið til fjögurra þátta; heilbrigði, menntunar, efnahagslegrar stöðu og stjórnmálaþátttöku. Þrátt fyrir að þetta sé afar góð niðurstaða, þá er niðurstaða alþingiskosninganna vonbrigði þegar litið er til jafnréttissjónarmiða. Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin í þinginu ekki verið verri síðan árið 2007. Konur verða því aðeins 38% þingmanna í stað 47,6% eftir kosningarnar árið 2016, þegar 30 konur og 33 karlar tóku sæti á Alþingi. Vert er að hafa í huga að einungis tólf þjóðir í heiminum geta státað af því að hafa hlutfall kvenna á þingi yfir 40%. Kynjahlutfallið hjá Framsóknarflokknum er nú hagstæðast allra flokka hjá konum á Alþingi. Ég er stolt af því að tilheyra stjórnmálaafli þar sem staða kvenna á þingi er þetta góð. Jafnréttismál eru mannréttindamál sem stöðugt þarf að vinna að. Þó okkur hafi ekki tekist að viðhalda sama þingstyrk kvenna í kosningunum nú verðum við að gera það besta úr stöðunni. Tefla verður fram konum í ráðherraembætti og til formennsku í nefndum. Þannig geta stjórnmálaflokkarnir sýnt í verki áherslur sínar í jafnréttismálum og aukið áhrif þeirra á þingi. Í ljósi stöðunnar á Alþingi hvet ég alla þá sem taka þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi að hafa jafnrétti kynjanna að leiðarljósi þegar framboðslistar til sveitarstjórna verða settir fram. Að sama skapi þurfa konur í enn ríkari mæli að láta til sín taka í stjórnun fyrirtækja, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Við þurfum að halda áfram að vinna að því að jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins, vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði og leiðrétta kynbundinn launamun. Það er mín trú að þótt kynjahalli sé nú á Alþingi verði rödd þingkvenna sterk á komandi misserum.Höfundur er varaformaður Framsóknarflokksins
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun