Segir brottreksturinn til marks um áhrif sín Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira