Donald Trump lumbrar á CNN Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira