Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 13:15 Jared Kushner og Ivanka Trump, eiginkona hans og dóttir Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25