Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Þórdís Valsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:30 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Vísir/Anton „Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Þetta var kortlagning á stöðunni, hvar flokkarnir standa og hvað þeir vilja fá inn í svona stjórnarsáttmála,“ segir Lilja Alfreðsdóttir um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata sem fóru fram í gær. Viðræðurnar halda áfram síðdegis í dag. „Við fórum yfir þau brýnu málefni sem þarf að fara í á kjörtímabilinu. Það er endurskipulagning fjármálakerfisins, heilbrigðisþjónustan sem við leggjum mikla áherslu á, menntakerfið og innviðauppbygging. Þetta allt ásamt húsnæðismálunum,“ segir Lilja og segist telja viðræðurnar hafa gengið vel í gær. Viðræðurnar halda áfram í dag og fara fram á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti. „Seinnipartinn í dag höldum við áfram þessari málefnavinnu. Það skiptir miklu máli hvernig tekjur og gjöld koma saman. Ríkisfjármálin og festa í þeim skiptir auðvitað mjög miklu máli til að styrkja umgjörðina um peningastefnu í landinu. Við þurfum að hafa það hugfast.“„Ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag“ Morgunblaðið greindi frá því í dag að samkvæmt heimildum blaðsins hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átt samtal í gær þar sem fram hafi komið að Sigmundur Davíð teldi enga annmarka á því að Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu starfað saman. „Eins og ég hef sagt áður þá er ekki skynsamlegt að útiloka samstarf við flokka eins og staðan er í dag. Það þarf að einblína á málefni og það er það sem við erum að gera í þessari vinnu,“ segir Lilja þegar blaðamaður spurði hana hvort þessar fréttir Morgunblaðsins hefðu áhrif á viðræðurnar. Lilja telur viðræðurnar ganga vel, en að þó séu allir aðilar varkárir. „Það er erfitt að segja til um neitt fyrr en maður sér almennilega til lands. Við höfum það hlutverk að mynda ríkisstjórn í landinu og því er mjög mikilvægt að fólk stigi varlega til jarðar og að það sé mynduð ríkisstjórn sem er að vinna að því að bæta íslenskt samfélag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16
Katrínarstjórnin mun henda fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar Katrín Jakobsdóttir segir það koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fjórir sem nú reyna stjórnarmyndun nái saman um öll helstu mál og hvaða málum verði ýtt til hliðar. 3. nóvember 2017 19:30