Stjórnmálamenn sýni meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði Höskuldur Kári Schram skrifar 4. nóvember 2017 20:11 Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“ Kjaramál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Formaður Eflingar segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði og telur að skattkerfisbreytingar á undanförnum árum hafi haft neikvæð áhrif á þá hópa sem eru með lægstu launin. Sautján aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa verið með lausa samninga við ríkið frá fyrsta september síðastliðnum. Viðræður við samninganefnd ríkisins hafa legið niðri eftir ríkisstjórnin sprakk í haust. Ljóst er að samningar ríkisins við opinbera starfsmenn mun hafa mikil áhrif á kjaraviðræður á hinum almenna vinnumarkaði sem hefjast á næsta ári. Forystumenn þeirra fjögurra flokka sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa sagt að eitt stærsta verkefni stjórnvalda á komandi mánuðum sé að ná sátt á vinnumarkaði. Fjallað var um þetta mál í Víglínunni í dag en formaður Bandalags háskólamanna segir miður að viðræður hafi tafist líkt og raun ber vitni. „Við sjáum auðvitað fram á það að þetta verður mjög langur vetur. Það eru ekki vara við sem þurfum að semja við ríkið, eins og þú varst að nefna, það eru aðrir í þeirri biðröð. Hvort sem það eru ríkisstarfsmenn og svo er það auðvitað almenni vinnumarkaðurinn eftir áramót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Formaður Eflingar, segir ljóst að með ákvörðun kjararáðs um hækkun launa embættismanna hafi ríkið sett stefnuna varðandi komandi samninga. Hann segir að stjórnmálamenn verði að sýna meiri ábyrgð þegar kemur að stöðugleika á vinnumarkaði. „Við tölum gjarnan um stöðugleika á vinnumarkaði og höfum gert í langan tíma. Það vantar alveg stöðugleika á hinn endann, sem er bara stjórnmálaumhverfi Íslands,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Þá vill hann einnig ræða skattkerfisbreytingar í komandi kjaraviðræðum. „Það sem við erum að sjá núna er að þeir sem voru á lægstu tekjunum og þeir sem eru á millitekjunum, þessir hópar, þeirra kaupmáttur hefur verið tekinn í burtu í gegnum skattkerfið. Það er hlutur sem við viljum fá rætt um.“
Kjaramál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira