Katrín: Allt undir í kvöld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 18:03 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, eftir þingflokksfund í kvöld. Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira