Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ræðst í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 08:49 Frá fundi formannanna í Syðra-Lanholti á föstudag. Vísir/Ernir Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Það ræðst í dag hvort að Vinstri græn, Samfylkingin, Píratar og Framsóknarflokkurinn haldi áfram formlegum stjórnarmyndunarviðræðum sínum sem hófust á föstudaginn í liðinni viku. Formenn flokkanna funduðu í gærkvöldi og sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þá að fundinum yrði framhaldið nú fyrir hádegi. Þingflokkar flokkanna fjögurra funduðu hver fyrir sig á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í gær þar sem formennirnir gerðu grein fyrir stöðu mála í viðræðunum. Við upphaf fundar Pírata sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi flokksins, að niðurstaða varðandi viðræðurnar gæti legið fyrir í dag. „Já, ég er nokkuð bjartsýn. Ég held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo,“ sagði Þórhildur Sunna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Flokkarnir fjórir funduðu nokkuð stíft um helgina en fundarhöld hófust á föstudagsmorgun heima hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Á fundinum var farið yfir ríkisfjármálin og innviðauppbyggingu. Á laugardag var síðan fundað á skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík og var þá staðan á vinnumarkaði til umræðu auk þess sem rætt var um kjör aldraðra og öryrkja. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að fundur þingflokksins hefði verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi fyrir en fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. Ekki náðist í formenn flokkanna fjögurra við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23 Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30 Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Sjá meira
Fundi framhaldið í fyrramálið Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar er lokið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir að fundinum verið framhaldið í fyrramálið. 5. nóvember 2017 22:23
Áhugavert að sjá Pírata breytast í hefðbundnari flokk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því einnig fyrir sér hvort forseti Íslands hefði gefið umboð til minnihlutastjórnar þegar hann veitti Katrínu Jakobsdóttur ríkisstjórnarumboðið í vikunni. 5. nóvember 2017 12:30
Katrín: Allt undir í kvöld Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. 5. nóvember 2017 18:03