Eldingar léku Íslendinga grátt Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 10:22 Minnst tvær eldingar leiddu til þess að rúmlega 40 þúsund manns höfðu ekki aðgang að rafmagni. Vísir/Getty Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast. Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast.
Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44