Viðskipti innlent

Sigríður Mogensen ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigríður Mogensen.
Sigríður Mogensen. aðsend mynd
Sigríður Mogensen hefur verið ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og mun hún hefja störf á næstu mánuðum.

Í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að Sigríður hafi frá árinu 2015 starfað  við áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London.

 

„Fyrir þann tíma starfaði hún sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hagfræðingur á skrifstofu sérstaks saksóknara. Þá hefur  Sigríður einnig starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Um árabil var hún aðstoðarkennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands.

 

Sigríður er hagfræðingur að mennt með BS gráðu frá Háskóla Íslands og MS gráðu í reikningshaldi frá London School of Economics,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×