Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 11:30 ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Eyjaliðið er nokkuð frábrugðið öðrum liðum í því að það er með þrjár gríðarlega sterkar skyttur sem spila fyrir framan vörnina bróðurpartinn úr flestum leikjum, Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert og Sigurberg Sveinsson. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir skytturnar þrjár í uppgjöri 8. umferðar í gær. Í leiknum á sunnudaginn var skorað 31 mark í ÍBV liðinu, en þessir þrír leikmenn gáfu aðeins fimm stoðsendingar, allir samanlagt. En er það eitthvað vandamál, eru þessir þrír ekki að spila til þess að skjóta? „Ég myndi nú segja að þeir voru svo aftarlega Selfyssingarnir að það var kannski bara meiri séns til að skjóta. Og kannski var Kári [Kristján Kristjánsson] ekki að leggja sig almennilega fram í að búa til færi fyrir sjálfan sig,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. 11 prósent marka ÍBV í leiknum voru úr horninu. Kári Kristján átti ekki skot á markið og önnur 11 prósent komu úr víti og hraðaupphlaupum. Restin, eða 78 prósent markanna, kom í gegnum skytturnar þrjár. Mun þessi handbolti færa þeim Íslandsmeistaratitilinn spurði Tómas Þór Þórðarson, en Eyjamönnum var spáð sigur í deildinni. „Nei,“ sagði Sigfús Sigurðsson einfaldlega. „Bæði Sigurbergur og Róbert kunna handbolta rosalega vel, og þegar mikið liggur undir þá geta þeir gefið boltann. En ef þeir eru að fara að spila svona, eins og leikurinn spilaðist í gær, þá verða þeir ekki Íslandsmeistarar.“ Umræðuna um skytturnar þrjár og Eyjaliðið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-31 | Teitur fékk rautt þegar ÍBV endaði sigurgöngu Selfssliðsins Eyjamenn enduðu þriggja leikja sigurgöngu Selfyssinga þegar þeir sóttu tvö stig á Selfoss í 8. umferð Olís- deildar karla í handbola. ÍBV vann 31-30 í miklum hitaleika og Eyjamenn hafa þar með ekki tapað í síðustu sex útileikjum sínum í deildinni. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fékk rautt spjald þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. 5. nóvember 2017 19:15 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Eyjaliðið er nokkuð frábrugðið öðrum liðum í því að það er með þrjár gríðarlega sterkar skyttur sem spila fyrir framan vörnina bróðurpartinn úr flestum leikjum, Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert og Sigurberg Sveinsson. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir skytturnar þrjár í uppgjöri 8. umferðar í gær. Í leiknum á sunnudaginn var skorað 31 mark í ÍBV liðinu, en þessir þrír leikmenn gáfu aðeins fimm stoðsendingar, allir samanlagt. En er það eitthvað vandamál, eru þessir þrír ekki að spila til þess að skjóta? „Ég myndi nú segja að þeir voru svo aftarlega Selfyssingarnir að það var kannski bara meiri séns til að skjóta. Og kannski var Kári [Kristján Kristjánsson] ekki að leggja sig almennilega fram í að búa til færi fyrir sjálfan sig,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. 11 prósent marka ÍBV í leiknum voru úr horninu. Kári Kristján átti ekki skot á markið og önnur 11 prósent komu úr víti og hraðaupphlaupum. Restin, eða 78 prósent markanna, kom í gegnum skytturnar þrjár. Mun þessi handbolti færa þeim Íslandsmeistaratitilinn spurði Tómas Þór Þórðarson, en Eyjamönnum var spáð sigur í deildinni. „Nei,“ sagði Sigfús Sigurðsson einfaldlega. „Bæði Sigurbergur og Róbert kunna handbolta rosalega vel, og þegar mikið liggur undir þá geta þeir gefið boltann. En ef þeir eru að fara að spila svona, eins og leikurinn spilaðist í gær, þá verða þeir ekki Íslandsmeistarar.“ Umræðuna um skytturnar þrjár og Eyjaliðið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-31 | Teitur fékk rautt þegar ÍBV endaði sigurgöngu Selfssliðsins Eyjamenn enduðu þriggja leikja sigurgöngu Selfyssinga þegar þeir sóttu tvö stig á Selfoss í 8. umferð Olís- deildar karla í handbola. ÍBV vann 31-30 í miklum hitaleika og Eyjamenn hafa þar með ekki tapað í síðustu sex útileikjum sínum í deildinni. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fékk rautt spjald þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. 5. nóvember 2017 19:15 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-31 | Teitur fékk rautt þegar ÍBV endaði sigurgöngu Selfssliðsins Eyjamenn enduðu þriggja leikja sigurgöngu Selfyssinga þegar þeir sóttu tvö stig á Selfoss í 8. umferð Olís- deildar karla í handbola. ÍBV vann 31-30 í miklum hitaleika og Eyjamenn hafa þar með ekki tapað í síðustu sex útileikjum sínum í deildinni. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fékk rautt spjald þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. 5. nóvember 2017 19:15