Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Hörður Ægisson skrifar 8. nóvember 2017 06:30 Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem eru aðaleigendur Bakkavarar, eru á meðal fjárfesta sem komu að kaupunum á Kortaþjónustunni í gegnum eignarhaldsfélagið Frigus. Fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta, meðal annars hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason keyptu færsluhirðingarfyrirtækið Kortaþjónustuna í síðustu viku á aðeins eina krónu. Samtímis kaupunum lagði fjárfestahópurinn félaginu til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch í byrjun október. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Áfallið sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot Monarch kom á sama tíma og eigendur þess voru langt komnir í viðræðum um sölu á fyrirtækinu til ástralsks fjárfestingasjóðs fyrir um 80 milljónir evra, jafnvirði um tíu milljarða króna. Búið var að ljúka áreiðanleikakönnun vegna fyrirhugaðrar sölu á félaginu, samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins. Ekkert varð hins vegar af kaupum sjóðsins þegar ljóst varð að Kortaþjónustan yrði fyrir miklu fjárhagstjóni þegar breska flugfélagið óskaði eftir greiðslustöðvun. Kortaþjónustan hafði tekið á sig áhættu með viðskiptunum við Monarch vegna fjármuna sem viðskiptavinir flugfélagsins höfðu greitt fyrir flugferðir sem það gat síðar ekki staðið við. Var fyrirtækið í þeim tilfellum í ábyrgð fyrir greiðslum sem höfðu farið beint til Monarch við kaup á farmiðum. Kaup Kviku og fjárfestahópsins á Kortaþjónustunni gengu afar hratt í gegn, eða á aðeins um tveimur vikum, en fjárfestingabankinn á rúmlega 40 prósenta hlut eftir viðskiptin á meðan aðrir hluthafar eiga undir 10 prósenta hlut hver í fyrirtækinu. Kvika átti áður um tíu prósenta hlut í fyrirtækinu en seldi hann í ársbyrjun 2016. Með þeirri hlutafjáraukningu sem fjárfestarnir standa að hefur rekstrarhæfi Kortaþjónustunnar verið tryggt og þá eru engin útistandandi mál gagnvart innlendum eða erlendum viðskiptavinum fyrirtækisins. Fráfarandi eigendur Kortaþjónustunnar eru hjónin Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri þess um árabil, og Andrea Kristín Jónsdóttir, og Gunnar M. Gunnarsson, forstöðumaður hugbúnaðarsviðs. Samkvæmt heimildum var um það samið að þeir gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast þannig allt að 30 prósenta hlut í fyrirtækinu.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, sem eru stóri hluthafar í VÍS og Kviku, hafa eignast um sjö prósenta hlut í Kortaþjónustunni.vísir/anton brinkNýir hluthafar funda í dag Auk Bakkavararbræðra, hjónanna Svanhildar og Guðmundar og Sigurðar Bollasonar, sem eru á meðal stærstu hluthafa Kviku, samanstóð kaupendahópurinn af fjölmörgum öðrum einkafjárfestum. Aðrir fjárfestar, samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins, voru fjárfestingafélagið Óskabein, stór hluthafi í VÍS og er meðal annars í eigu Gests Breiðfjörðs Gestssonar, Andra Gunnarssonar og Fannars Ólafssonar, Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Exista og viðskiptafélagi Bakkavararbræðra, Garðar Vilhjálmsson, eigandi bílaleigunnar Geysis, fjárfestingafélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, eigendur RE/MAX á Íslandi og hluthafar í Kviku, eignarhaldsfélagið JÖKÁ, sem er meðal annars í eigu Zimsen-systkinanna, og Gunnar H. Gunnarsson, fyrrverandi eigandi Prooptik og hluthafi í Kviku. Þá komu Akta sjóðir, rekstrarfélag í meirihlutaeigu Kviku, að kaupunum. Í samtölum við þá sem standa að fjárfestingunni í Kortaþjónustunni er ljóst að að væntingar eru um að hún geti skilað afar ríkulegri ávöxtun, jafnvel margfaldast, á allra næstu árum en fyrirtækið hefur verið í miklum vexti að undanförnu. Tekjur félagsins námu 2,3 milljörðum í fyrra og höfðu þá meira en tvöfaldast frá árinu 2015. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerðu áætlanir stjórnenda ráð fyrir því að hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) yrði um 1.100 milljónir á þessu ári. Ljóst er að það mun ekki ganga eftir vegna greiðslustöðvunar Monarch og áhrifa hennar á fjárhag og rekstur Kortaþjónustunnar. Nýir hluthafar Kortaþjónustunnar munu hittast á óformlegum fundi í dag, miðvikudag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur verið ákveðið hverjir skipa nýja stjórn þess. Uppfært kl. 07:43: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun hver yrði framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar eftir kaup Kviku og fjárfestahópsins. Hið rétta er að Jóhannes Ingi Kolbeinsson, sem hefur stýrt félaginu um árabil, verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta, meðal annars hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason keyptu færsluhirðingarfyrirtækið Kortaþjónustuna í síðustu viku á aðeins eina krónu. Samtímis kaupunum lagði fjárfestahópurinn félaginu til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch í byrjun október. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Áfallið sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot Monarch kom á sama tíma og eigendur þess voru langt komnir í viðræðum um sölu á fyrirtækinu til ástralsks fjárfestingasjóðs fyrir um 80 milljónir evra, jafnvirði um tíu milljarða króna. Búið var að ljúka áreiðanleikakönnun vegna fyrirhugaðrar sölu á félaginu, samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins. Ekkert varð hins vegar af kaupum sjóðsins þegar ljóst varð að Kortaþjónustan yrði fyrir miklu fjárhagstjóni þegar breska flugfélagið óskaði eftir greiðslustöðvun. Kortaþjónustan hafði tekið á sig áhættu með viðskiptunum við Monarch vegna fjármuna sem viðskiptavinir flugfélagsins höfðu greitt fyrir flugferðir sem það gat síðar ekki staðið við. Var fyrirtækið í þeim tilfellum í ábyrgð fyrir greiðslum sem höfðu farið beint til Monarch við kaup á farmiðum. Kaup Kviku og fjárfestahópsins á Kortaþjónustunni gengu afar hratt í gegn, eða á aðeins um tveimur vikum, en fjárfestingabankinn á rúmlega 40 prósenta hlut eftir viðskiptin á meðan aðrir hluthafar eiga undir 10 prósenta hlut hver í fyrirtækinu. Kvika átti áður um tíu prósenta hlut í fyrirtækinu en seldi hann í ársbyrjun 2016. Með þeirri hlutafjáraukningu sem fjárfestarnir standa að hefur rekstrarhæfi Kortaþjónustunnar verið tryggt og þá eru engin útistandandi mál gagnvart innlendum eða erlendum viðskiptavinum fyrirtækisins. Fráfarandi eigendur Kortaþjónustunnar eru hjónin Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri þess um árabil, og Andrea Kristín Jónsdóttir, og Gunnar M. Gunnarsson, forstöðumaður hugbúnaðarsviðs. Samkvæmt heimildum var um það samið að þeir gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast þannig allt að 30 prósenta hlut í fyrirtækinu.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, sem eru stóri hluthafar í VÍS og Kviku, hafa eignast um sjö prósenta hlut í Kortaþjónustunni.vísir/anton brinkNýir hluthafar funda í dag Auk Bakkavararbræðra, hjónanna Svanhildar og Guðmundar og Sigurðar Bollasonar, sem eru á meðal stærstu hluthafa Kviku, samanstóð kaupendahópurinn af fjölmörgum öðrum einkafjárfestum. Aðrir fjárfestar, samkvæmt öruggum heimildum Markaðarins, voru fjárfestingafélagið Óskabein, stór hluthafi í VÍS og er meðal annars í eigu Gests Breiðfjörðs Gestssonar, Andra Gunnarssonar og Fannars Ólafssonar, Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Exista og viðskiptafélagi Bakkavararbræðra, Garðar Vilhjálmsson, eigandi bílaleigunnar Geysis, fjárfestingafélagið Varða Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Jónasar Hagans Guðmundssonar og Gríms Garðarssonar, Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, eigendur RE/MAX á Íslandi og hluthafar í Kviku, eignarhaldsfélagið JÖKÁ, sem er meðal annars í eigu Zimsen-systkinanna, og Gunnar H. Gunnarsson, fyrrverandi eigandi Prooptik og hluthafi í Kviku. Þá komu Akta sjóðir, rekstrarfélag í meirihlutaeigu Kviku, að kaupunum. Í samtölum við þá sem standa að fjárfestingunni í Kortaþjónustunni er ljóst að að væntingar eru um að hún geti skilað afar ríkulegri ávöxtun, jafnvel margfaldast, á allra næstu árum en fyrirtækið hefur verið í miklum vexti að undanförnu. Tekjur félagsins námu 2,3 milljörðum í fyrra og höfðu þá meira en tvöfaldast frá árinu 2015. Samkvæmt heimildum Markaðarins gerðu áætlanir stjórnenda ráð fyrir því að hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) yrði um 1.100 milljónir á þessu ári. Ljóst er að það mun ekki ganga eftir vegna greiðslustöðvunar Monarch og áhrifa hennar á fjárhag og rekstur Kortaþjónustunnar. Nýir hluthafar Kortaþjónustunnar munu hittast á óformlegum fundi í dag, miðvikudag, samkvæmt heimildum Markaðarins, en ekki hefur verið ákveðið hverjir skipa nýja stjórn þess. Uppfært kl. 07:43: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ekki væri búið að taka ákvörðun hver yrði framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar eftir kaup Kviku og fjárfestahópsins. Hið rétta er að Jóhannes Ingi Kolbeinsson, sem hefur stýrt félaginu um árabil, verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira