Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Magnús Garðarsson, stofnandi kísilversins í Helguvík, vill lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutafé hans í United Silicon. vísir/eyþór Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30