Bandarískir Demókratar unnu mikilvæga sigra Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2017 08:10 Demókratinn Ralph Northam verður næsti ríkisstjóri Virginíu. Vísir/AFP Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45