Bandarískir Demókratar unnu mikilvæga sigra Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2017 08:10 Demókratinn Ralph Northam verður næsti ríkisstjóri Virginíu. Vísir/AFP Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45