Öryggismál hafna verða tekin til endurskoðunar í kjölfar banaslyss á Árskógssandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 18:00 Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. ja.is „Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“ Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
„Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08