Öryggismál hafna verða tekin til endurskoðunar í kjölfar banaslyss á Árskógssandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 18:00 Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. ja.is „Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“ Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira
„Ef við lítum á þau óhöpp og slys, sum stór, sem orðið hafa á höfnum á síðustu tíu, tuttugu árum, er ljóst að það þarf að skoða sérstaklega svæðin þar sem umferðinni er beint inn á hafnarsvæði,“segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli ræddi Reykjavík síðdegis í dag um öryggismál við hafnir landsins í kjölfar hins hörmulega slyss á Árskógsströnd. Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í síðustu viku þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð en mikil hálka var á svæðinu. Tilefni til að taka fastar á „Ég hef verið í sambandi við Samgöngustofu í dag og við erum samtaka í því að taka þessa hluti til skoðunar. Það er fullt tilefni til þess. Það er samhliða því ýmislegt sem þarf að skoða, ekki síst þar sem að aðstæður geta orðið erfiðar með hálku og snjó. Þetta er eitthvað sem blasir við.“ Gunnar Jóhannes Jóhannsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. Um er að ræða bryggjuna við höfnina á Árskógssandi þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna. Gunnar segir kantinn á þeirri bryggju lágan og enga fyrirstöðu fyrir bíl. Leiðindaaðstæður voru á vettvangi á þeim tíma sem banaslysið varð; snjókoma, bleyta, hálka og orðið dimmt. „Við ætlum að hittast núna fljótlega og fara yfir þessi ákvæði og skoða hvernig best verður að gert en það er sérstaklega þar sem eru ferjuhafnir, þar þarf að gæta vel að og þeim hafnarsvæðum þar sem að almenn umferð getur farið um,“ segir Gísli. Hann segir að það sjáist hvernig slys eru að verða og hvar á hafnarsvæðunum og er það eitthvað sem verður nú farið yfir. „Þar er alveg fullt tilefni til að taka fastar á.“
Dalvíkurbyggð Hrísey Tengdar fréttir Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10 Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42 Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira
Samveru- og bænastund í Hrísey Minnast þeirra þriggja sem fórust við Árskógssand. 6. nóvember 2017 10:10
Þrír létust er bíll fór í höfnina á Árskógssandi Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra 3. nóvember 2017 22:42
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08