Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. nóvember 2017 20:00 Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum. Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs, til að fá það staðfest. Rafleiðni í ánni er há en hefur verið stöðug og rennsli hefur ekki verið að aukast. Vísindamenn frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands báru saman gervihnattamyndir sem annars vegar voru teknar á svæðinu 27. október síðastliðinn og svo í gær. Á þessum myndum sjást lítilsháttar breytingar á vestanverðum Kverkfjöllum. „Auðvitað veldur þetta ákveðnum heilabrotum þar sem við erum líka með Bárðarbungu á þessu sama svæði og hún skilar líka sínu vatni þarna niður eftir. Öll svona aukin rafleiðni hún gefur til kynna að það er að aukast jarðhitavatn og það er ákveðin vísbending um það að það tengist eldvirkninni,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Hann segir að gervihnattarmyndirnar gefi til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum. Það sé þó algengt að það komi lítil hlaup úr þessu svæði í Kverkfjöllum. Aðspurður hvort tengsl séu á milli þessar rafleiðni og jarðskjálftans við Kópasker í morgun svarar Ármann: „Nei, kannski ekki bein tengsl en Ísland er náttúrulega svona eitt risa eldfjall þannig að allt tengist þetta á einhvern hátt. Það eru samt ekki bein tengsl á milli skjálftans á Kópaskeri eins og þessara eldfjalla sem eru þarna uppfrá.“ Veðurstofan, Almannavarnir , Jarðvísindastofnun og fleiri fylgjast grannt með framvindu mála á svæðinu. Um leið og veður leyfir verður flogið yfir og verður reynt að safna sýnum úr þeim jökulsprænum sem koma undan jöklinum. Frekari frétta er því hugsanlega að vænta á morgun. „Til að ganga úr skugga um að þetta vatn sé að koma úr Kverkfjöllum en ekki einhvers staðar annars staðar frá.“ Tengdar fréttir Rafleiðni sveiflaðist upp og niður í nótt Veðurstofan telur að hærri rafleiðni við upptök Jökulsár á Fjöllum kunni að stafa af truflunum af krapa eða aur. 8. nóvember 2017 08:26 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum. Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs, til að fá það staðfest. Rafleiðni í ánni er há en hefur verið stöðug og rennsli hefur ekki verið að aukast. Vísindamenn frá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands báru saman gervihnattamyndir sem annars vegar voru teknar á svæðinu 27. október síðastliðinn og svo í gær. Á þessum myndum sjást lítilsháttar breytingar á vestanverðum Kverkfjöllum. „Auðvitað veldur þetta ákveðnum heilabrotum þar sem við erum líka með Bárðarbungu á þessu sama svæði og hún skilar líka sínu vatni þarna niður eftir. Öll svona aukin rafleiðni hún gefur til kynna að það er að aukast jarðhitavatn og það er ákveðin vísbending um það að það tengist eldvirkninni,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur. Hann segir að gervihnattarmyndirnar gefi til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum. Það sé þó algengt að það komi lítil hlaup úr þessu svæði í Kverkfjöllum. Aðspurður hvort tengsl séu á milli þessar rafleiðni og jarðskjálftans við Kópasker í morgun svarar Ármann: „Nei, kannski ekki bein tengsl en Ísland er náttúrulega svona eitt risa eldfjall þannig að allt tengist þetta á einhvern hátt. Það eru samt ekki bein tengsl á milli skjálftans á Kópaskeri eins og þessara eldfjalla sem eru þarna uppfrá.“ Veðurstofan, Almannavarnir , Jarðvísindastofnun og fleiri fylgjast grannt með framvindu mála á svæðinu. Um leið og veður leyfir verður flogið yfir og verður reynt að safna sýnum úr þeim jökulsprænum sem koma undan jöklinum. Frekari frétta er því hugsanlega að vænta á morgun. „Til að ganga úr skugga um að þetta vatn sé að koma úr Kverkfjöllum en ekki einhvers staðar annars staðar frá.“
Tengdar fréttir Rafleiðni sveiflaðist upp og niður í nótt Veðurstofan telur að hærri rafleiðni við upptök Jökulsár á Fjöllum kunni að stafa af truflunum af krapa eða aur. 8. nóvember 2017 08:26 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Rafleiðni sveiflaðist upp og niður í nótt Veðurstofan telur að hærri rafleiðni við upptök Jökulsár á Fjöllum kunni að stafa af truflunum af krapa eða aur. 8. nóvember 2017 08:26
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31