Helena: Þær eru eiginlega of kurteisar Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 10:30 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira