Sigurður í bann fyrir „glórulausa dóminn“ en Japaninn í Val sleppur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 08:30 Sigurður Örn Þorsteinsson lætur finna fyrir sér í varnarleiknum. vísir/stefán Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram. Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00
Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30
Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45
Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30