Sigurður í bann fyrir „glórulausa dóminn“ en Japaninn í Val sleppur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 08:30 Sigurður Örn Þorsteinsson lætur finna fyrir sér í varnarleiknum. vísir/stefán Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram. Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Sigurður Örn Þorsteinsson, vinstri skytta Fram í Olís-deild karla í handbolta, var úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ þegar að hún kom saman í gær.Taktu þátt:Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Sigurður fékk útilokun með skýrslu, eða rautt spjald og blátt í kjölfarið, fyrir brot á Björgvin Páli Rúnarssyni, leikmanni Fjölnis, í leik liðanna síðastliðið sunnudagskvöld. Niðurstaða aganefndar er að Sigurður sæti eins leiks banni og missi því af Reykjavíkurslag Vals og Fram næsta sunnudag. Gunnar Berg Viktorsson og Sigfús Sigurðsson, sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, voru heldur betur ósáttir við dóminn hjá Antoni Gylfa Pálssyni, öðrum dómara leiksins, en Gunnar Berg sagði hann einfaldlega vera glórulausan. Sigfús bætti svo við: „Það þarf aðeins að lesa leikinn. Ókei, hann fer aðeins aftan í hann, en hann er að reyna að taka boltann.“Þetta er áfall fyrir Framara en Sigurður hefur verið einn besti maður liðsins, sérstaklega í varnarleiknum. Hann er að skora 3,9 mörk að meðaltali í leik og gefa rétt tæpar tvær stoðsendingar en í vörninni er hann með þrjár löglegar stöðvanir að meðaltali og að verja tæpt eitt skot og stela einum bolta í hverjum leik. Ryuto Inage, japanskur hornamaður Vals, var heppnari en Sigurður en bláa spjaldið sem hann fékk á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið var dregið til baka þegar að aganefndin kom saman í gær. Inage fór aftan í höndina á Andra Hjartar Grétarssyni þegar Stjörnumaðurinn fór inn úr horninu og fékk fyrir vikið rautt spjald og svo blátt eða útilokun með skýrslu. „Dómarar leiksins hafa dregið bláa spaldið til baka og er það mat að brotið falli undir regli 8.5 a. Niðurstaða aganefndar er því að leikmaðurinn skuli ekki sæta frekari refsingu,“ segir í skýrslu aganefndar sem þýðir að Inage verður klár með Valsmönnum á sunnudaginn en Sigurður Örn verður í banni hjá Fram.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00 Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30 Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45 Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Enginn betri en Elvar Örn Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson og Haukamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eru bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Olís-deildar karla samkvæmt tölfræðinni hjá HB Statz sem er aðgengileg í fyrsta sinn. 3. nóvember 2017 06:00
Seinni bylgjan: Glórulaus dómur Það fóru mörg rauð spjöld á loft í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta, og eitt blátt fékk að líta dagsins ljós í Safamýrinni í leik Fram og Fjölnis. 7. nóvember 2017 09:30
Kjóstu bestu leikmenn Olís-deildanna í október Taktu þátt í kosningunni sem verður svo opinberuð í Seinni bylgjunni næsta mánudagskvöld. 8. nóvember 2017 09:45
Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Frammistaða þeirra var þó ekki nógu sannfærandi, að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. 7. nóvember 2017 11:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita