Óttarr segir BF ekki vera að lognast út af Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2017 07:00 Óttarr Proppé segir stöðu formanns verða skoðaða. Vísir/anton brink „Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
„Flokkurinn hvorki stendur né fellur með því hvort ég sé formaður,“ segir Óttarr Proppé spurður um stöðu hans sem formaður Bjartrar framtíðar eftir það afhroð sem flokkurinn galt í kosningunum á laugardag. „Við þurfum náttúrulega að fara í ákveðna naflaskoðun með flokkinn og staða formanns er auðvitað bara hluti af þeirri naflaskoðun.“ Óttarr segir flokkinn þó ekki vera að lognast út af. „Við erum náttúrulega í virkum meirihluta í fjórum stórum sveitarfélögum þar sem 2/3 landsmanna búa, þannig að það er allt á fullu í flokknum. En það er alveg klárt að við þurfum náttúrulega að skoða hvernig við erum að vinna hlutina, bæði í innanflokksmálum og skipulagsmálum,“ segir Óttarr, en bætir við að málefnalega standi flokkurinn sterkt. „Hann er alveg ágætur en augljóslega misjafn,“ segir Óttarr um móralinn í flokknum og bætir við: „En þessi ríkisstjórnarþátttaka var erfið og það voru ýmsir í hópnum sem voru ekki hrifnir henni. En við tókum það alvarlega að rísa upp í erfiðri stjórnarkreppu og axla ábyrgð.“ Óttarr segir flokkinn ekki síður hafa reynt að mynda stjórn í fimmflokkaviðræðunum á sínum tíma. „En það voru því miður aðrir sem voru tregir til þar.“ Óttarr er stoltur af mörgum verkum sem Björt framtíð kom að á þingi. Hann nefnir sérstaklega mál sem flokkurinn tók þátt í þvert á flokka, til að mynda útlendingamálin. Þá telur Óttarr þá ákvörðun Bjartrar framtíðar að slíta stjórnarsamstarfinu geta haft fordæmisgildi inn í framtíðina ekki síst vegna þess á hvaða forsendum stjórninni var slitið, en hann hefur líka áhyggjur af stjórnmálunum almennt. „Maður á mjög erfitt með að ímynda sér hvernig á að vinna sig út úr þessari stöðu í þinginu. Það eru mjög erfið verkefni fram undan og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri styttra en fjögur ár og jafnvel mikið styttra í næstu kosningar eða allavega erfiða stjórnarkreppu,“ segir Óttarr og bætir við: „Ég hef á tilfinningunni að það sé í loftinu ákveðin afturhaldsbylgja sem ég held að muni ekki njóta almennra vinsælda meðal almennings og það gæti soðið upp úr ef fólkinu ofbýður. Það er mjög flókið verkefni hvernig stjórnmálamenn og flokkar umgangast tilfinningar almennings.“ Óttarr segir ekki ólíklegt að Björt framtíð eigi afturkvæmt á Alþingi. „Mér finnst það ekki ólíklegt, ég finn heilmikinn kraft, bæði í hópnum okkar og líka fyrir frjálslyndri pólitík almennt. Við fundum líka styrk í því að ná góðum árangri í krakkakosningunum þar sem við vorum með fjóra menn örugga inni og lítum á það sem góða vísbendingu um Bjarta framtíð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira