Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2017 06:58 Kevin Spacey segist ekki muna eftir atvikinu en biðst innilegrar afsökunar. Vísir/Getty Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017 Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017
Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira