Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 11:39 Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Hún vill mynda ríkisstjórn fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. „Við fórum yfir stöðuna, ég og forsetinn, og ég gerði honum grein fyrir þeim samtölum sem ég hef átt við aðra formenn flokka. Ég gerði honum líka grein fyrir að ég tel eðlilegastan fyrsta kost að fráfarandi stjórnarandstöðuflokkarnir, sem samanlagt eru með 32 manna meirihluta á nýju þingi, að við skoðum hvort það séu forsendur fyrir því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Katrín við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta í morgun. „Þessi samtöl eru ekki svo langt komin að ég telji að ég hafi starfhæfan meirihluta á bakvið mig þannig að ég tel mikilvægt að forsetinn gefi okkur svigrúm.“ Hún segir mikilvægt að sá sem fái umboð til stjórnarmyndunar sé með skýra hugmynd um starfhæfan meirihluta þegar að því kemur.Katrín ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.Vísir/ErnirMálin ekki rædd í beinni ústendingu Aðspurð hvort hún hafi rætt við formenn hinna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna um mögulegt samstarf segir hún að málin séu nú í þeirra höndum. Mikilvægt sé að bakland hvers flokks sé sátt við þá niðurstöðu. „Nú stendur það yfir að allir þessir flokkar eiga eftir að fara yfir þessi mál í sínum ranni.“Kemur til greina að taka inn jafnvel fimmta flokkinn í þetta samstarf? „Þetta er byrjunin að okkar mati en eins og ég hef líka sagt þá höfum við ekki útilokað neina möguleika.“Býst þú við að þetta gangi eftir? „Ég sagði forsetanum að við þurfum meira svigrúm til að eiga þessi samtöl, við ætlum ekki að eiga þessi samtöl í beinni útsendingu í fjölmiðlum og það tel ég að sé árangursríkast.“ Hún segist sammála Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnmálamenn þurfi svigrúm til að ræða málin sín á milli.Hversu langan tíma telur þú að stjórnmálamenn þurfi til að ræða sín á milli? „Allavega lengri tíma en daginn í dag.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40