Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 12:45 Sigurður Ingi á Bessastöðum í dag. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Hann segir það hugnast honum betur en vinstri-miðjustjórn líkt og Katrín Jakobsdóttir virðist hafa í huga. Hann segir að slíkur meirihluti fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna væri með mjög tæpan meirihluta, eða 32 þingmenn, og því væri erfitt að verja hana falli. Bæði væri möguleiki að bæta við fleiri flokkum í ríkisstjórnina sem Katrín sér fyrir sér eða að leita lengra til hægri og vinstri. „Það er auðvitað tilgangur svona fundar að fara yfir stöðuna hvaða möguleikar séu uppi á borði til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, ég held að það hafi nú aldrei verið mikilvægara en núna að menn vandi sig við það,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forsetanum. „Það hefur verið afstaða mín og Framsóknarmanna að til að skapa stöðugleika þá þarf breiða ríkisstjórn og ég hef talað fyrir því og rætt það við forsetann en það er líka okkar verksvið að að mynd starfhæfa ríkisstjórn.“ Ertu líka að horfa til hægri og mögulegs samstarfs með Sjálfstæðisflokknum? „Ég er fyrst og fremst að horfa til þess að búa til ríkisstjórn með breiða skírskotun í báðar áttir. Ég held að það sé það sem þarf.“ „Framsókn er miðjuflokkur. Hann kann að vinna bæði til hægri og vinstri og leiða saman ólíka aðila.“ Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í dag.Vísir/ErnirEkki rætt við Sigmund Davíð Hann segir það vera mat flokksins að ríkisstjórn bæði til hægri og vinstri yrði vænlegri til að skapa pólitískan stöðugleika. Þá tekur hann undir orð Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur um að vænlegt væri að fá svigrúm til að ræða óformlega við formenn annarra flokka áður en einhver einn fær umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef ekki rætt við alla formenn, ég hef rætt við suma,“ segir Sigurður Ingi. Hefur þú rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins í þessu samhengi? „Ekki um stjórnarmyndun, nei.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Sigurðar Inga í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40