Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 13:48 Manafort hefur lengi starfað sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg. Hann er nú ákærður fyrir að hafa ekki skráð sig sem slíkur og að hafa þvegið fé. Vísir/AFP Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45