Rannsaka þjálfunarmál Icelandair og flugumferðarstjórn eftir að hætta skapaðist í aðflugi Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 21:29 Ein af breiðþotum Icelandair Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með til rannsóknar óstöðugt aðflug Boeing-þotu Icelandair að flugbraut 19 á Keflavíkurflugvelli þann 19. október í fyrra.Fréttastofa Ríkisútvarpsins fjallaði fyrst um málið í desember í fyrra þegar hún sagði farþegaþotu Icelandair hafa flogið óeðlilega nálægt jörðu í vonskuveðri í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Greindi RÚV frá því að rannsóknarnefnd samgönguslysa væri með málið til rannsóknar og teldi það alvarlegt.Rannsóknarnefndin hefur birt skýrslu um stöðu málsins en þar kemur fram rannsóknin beinist meðal annars að þjálfunarmálum, veðri, undirbúningi flugs, framkvæmdum á flugvellinum, flugumferðarstjórn og framkvæmd aðflugsins. Þotan var að koma frá Glasgow þegar hún var í umræddu aðflugi.Rannsóknanefndin birtir þessa mynd með skýrslunni um stöðu rannsóknar á atvikinu.GoogleÁhöfn þotunnar hugðist nota GPS-tæki við aðflugið þar sem flugleiðsögukerfi fyrir flugbraut 19 var óvirkt sökum framkvæmda á flugvellinum. Þegar flugvélin var komin niður í um fimm hundruð feta hæð yfir jörðu, eða í um 152 metra hæð, fór aðvörun í gang frá jarðvara vélarinnar. Í kjölfarið hófu flugmenn fráhvarfsflug að sögn rannsóknarnefndarinnar. Þegar atvikið átti sér stað var rigning, takmarkað skyggni og mikill vindur. Í frétt RÚV í fyrra kom fram að ef flugvélin hefði haldið áfram að lækka flugið með sama hraða án inngripa flugmanna hefði það tekið hana aðeins örfáar sekúndur að lenda í jörðinni. Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með til rannsóknar óstöðugt aðflug Boeing-þotu Icelandair að flugbraut 19 á Keflavíkurflugvelli þann 19. október í fyrra.Fréttastofa Ríkisútvarpsins fjallaði fyrst um málið í desember í fyrra þegar hún sagði farþegaþotu Icelandair hafa flogið óeðlilega nálægt jörðu í vonskuveðri í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Greindi RÚV frá því að rannsóknarnefnd samgönguslysa væri með málið til rannsóknar og teldi það alvarlegt.Rannsóknarnefndin hefur birt skýrslu um stöðu málsins en þar kemur fram rannsóknin beinist meðal annars að þjálfunarmálum, veðri, undirbúningi flugs, framkvæmdum á flugvellinum, flugumferðarstjórn og framkvæmd aðflugsins. Þotan var að koma frá Glasgow þegar hún var í umræddu aðflugi.Rannsóknanefndin birtir þessa mynd með skýrslunni um stöðu rannsóknar á atvikinu.GoogleÁhöfn þotunnar hugðist nota GPS-tæki við aðflugið þar sem flugleiðsögukerfi fyrir flugbraut 19 var óvirkt sökum framkvæmda á flugvellinum. Þegar flugvélin var komin niður í um fimm hundruð feta hæð yfir jörðu, eða í um 152 metra hæð, fór aðvörun í gang frá jarðvara vélarinnar. Í kjölfarið hófu flugmenn fráhvarfsflug að sögn rannsóknarnefndarinnar. Þegar atvikið átti sér stað var rigning, takmarkað skyggni og mikill vindur. Í frétt RÚV í fyrra kom fram að ef flugvélin hefði haldið áfram að lækka flugið með sama hraða án inngripa flugmanna hefði það tekið hana aðeins örfáar sekúndur að lenda í jörðinni.
Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira