Trump sagður rjúkandi reiður eftir ákærurnar Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2017 11:53 Trump lét ekki á neinu bera þegar hann tók á móti börnum í Hvíta húsinu í lok viðburðaríks dags í rannsókninni á mögulegu samráði framboðs hans við Rússa. Vísir/AFP Aðstoðarmenn Donalds Trump eru sagðir hafa lagt fast að Bandaríkjaforseta að láta það vera að ráðast á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda, eftir að fyrstu ákærurnar í Rússarannsókn hans voru gerðar opinberar í gær. Trump er sagður hafa verið rjúkandi reiður yfir ákærunum. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til margra ára, voru ákærðir í gær fyrir samsæri, peningaþvætti, skattaundanskot og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlendra aðila eins og þeim var skylt að gera. Þá játaði George Papadopoulos, ráðgjafi í utanríkismálum í byrjun framboðs Trump, að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við aðila tengda rússneskum stjórnvöldum. Mueller hefur stjórnað rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra frá því í maí en rannsóknin hefur staðið yfir frá því í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Bæði Washington Post og CNN hafa birt frásagnir af andrúmsloftinu í Hvíta húsinu í gær þegar fréttirnar af ákærunum bárust. Þær byggjast á viðtölum við fjölda embættismanna, vina Trump og bandamanna hans utan Hvíta hússins.Var hissa á fréttunum um Papadopoulous Trump er sagður hafa haldið sig í íbúðarhluta Hvíta hússins og fylgst með fréttum af ákærunum á stórum sjónvörpum sem hefur verið komið fyrir þar stóran hluta gærdagsins. Aðeins örfáir ráðgjafar hans hafi verið honum innan handar, þar á meðal lögmenn hans, að sögn CNN. CNN hafði greint frá því á föstudag að von væri á handtökum í gær. Ekki hafði verið greint frá því hver yrði ákærður eða fyrir hvað. Washington Post segir að starfsliði Hvíta hússins hafi verið létt þegar í ljós að Manafort væri fyrsta stóra fórnarlamb Mueller.Paul Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Þá komu fram ásakanir um óeðlilegar greiðslur til hans frá Úkraínu.Vísir/AFPÍ fyrstu hafi Trump fundist fréttirnar af ákærunum réttlæta sig því að þær fjölluðu um mál sem áttu sér stað áður en Manafort og Gates störfuðu fyrir framboðið. Forsetinn á þó að hafa kvartað undan því að fjölmiðlar gerðu of mikið úr hlutverki Manafort í kosningabaráttu hans. Fréttirnar af Papadopoulos eru aftur á móti sagðar hafa komið Trump á óvart „Í alvörunni? Þessi gaur?“ segir háttsettur starfsmaður Hvíta hússins að Trump hafi sagt um Papadopoulos.„Allir eru að fara yfir um“ Innanhússátök eru sögð hafa átt sér stað um hvort að Trump ætti að ráðast að trúverðugleika Mueller. Lögmenn Trump hafi ráðið honum eindregið frá því og hvatt hann til að vinna með rannsakendum Mueller jafnvel þó að aðrir ráðgjafar, þar á meðal Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, hafi hvatt forsetann til að svara fyrir sig af hörku. „Að krefjast brottrekstrar Mueller myndi grafa undan málflutningi Hvíta hússins,“ hefur CNN eftir ónafngreindum heimildarmanni úr stjórn Trump.Robert Mueller opinberaði þrjár ákærur í Rússarannsókn sinni sem skóku Wahington-borg í gær.Vísir/AFPReiði forsetans er sögð hafa verið augljós þeim sem áttu samskipti við hann í Hvíta húsinu í gær. Andrúmsloftið þar hafi einkennst af þreytu og ótta við óvissuna. Sumir starfsmenn hafi rætt sín á milli um hvert rannsókn Mueller gæti leitt næst. „Hringurinn er að þrengjast. Allir eru að fara yfir um,“ hefur Washington Post eftir háttsettum repúblikana sem var í samskiptum við æðstu stjórnendur Hvíta hússins í gær. Eykur líkurnar á inngripi í rannsókninaÞrátt fyrir að reiðin kraumaði undir lét Trump ekkert uppi þegar hann tók á móti börnum í tilefni hrekkjavökuhátíðarinnar í Hvíta húsinu og gaf þeim sælgætispoka með eiginkonu sinni, Melaníu. Hunsaði Trump tilraunir blaðamanna til að spyrja hann út í ákærurnar. CNN segir að bandamenn forsetans hafi rætt um það í einrúmi að vendingar gærdagsins gerðu það líklegra að Trump reyndi á endanum að leggja stein í götu rannsóknarinnar, jafnvel að reka Mueller. Hvað sem síðar verður takmarkaði Trump sig við tvö tíst í gær þar sem hann lýsti ergelsi sínu yfir að Hillary Clinton og Demókrataflokkurinn væru ekki skotmörk rannsóknarinnar. „Það er EKKERT SAMRÁÐ!“ tísti Trump.....Also, there is NO COLLUSION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Hlakkar í þáttastjórnendum: „It's Mueller time“ Stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum fóru yfir nýjustu vendingar Rússarannsóknarinnar svokölluðu í gær. 31. október 2017 10:45 Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Aðstoðarmenn Donalds Trump eru sagðir hafa lagt fast að Bandaríkjaforseta að láta það vera að ráðast á Robert Mueller, sérstakan rannsakanda, eftir að fyrstu ákærurnar í Rússarannsókn hans voru gerðar opinberar í gær. Trump er sagður hafa verið rjúkandi reiður yfir ákærunum. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans til margra ára, voru ákærðir í gær fyrir samsæri, peningaþvætti, skattaundanskot og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlendra aðila eins og þeim var skylt að gera. Þá játaði George Papadopoulos, ráðgjafi í utanríkismálum í byrjun framboðs Trump, að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við aðila tengda rússneskum stjórnvöldum. Mueller hefur stjórnað rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra frá því í maí en rannsóknin hefur staðið yfir frá því í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Bæði Washington Post og CNN hafa birt frásagnir af andrúmsloftinu í Hvíta húsinu í gær þegar fréttirnar af ákærunum bárust. Þær byggjast á viðtölum við fjölda embættismanna, vina Trump og bandamanna hans utan Hvíta hússins.Var hissa á fréttunum um Papadopoulous Trump er sagður hafa haldið sig í íbúðarhluta Hvíta hússins og fylgst með fréttum af ákærunum á stórum sjónvörpum sem hefur verið komið fyrir þar stóran hluta gærdagsins. Aðeins örfáir ráðgjafar hans hafi verið honum innan handar, þar á meðal lögmenn hans, að sögn CNN. CNN hafði greint frá því á föstudag að von væri á handtökum í gær. Ekki hafði verið greint frá því hver yrði ákærður eða fyrir hvað. Washington Post segir að starfsliði Hvíta hússins hafi verið létt þegar í ljós að Manafort væri fyrsta stóra fórnarlamb Mueller.Paul Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Þá komu fram ásakanir um óeðlilegar greiðslur til hans frá Úkraínu.Vísir/AFPÍ fyrstu hafi Trump fundist fréttirnar af ákærunum réttlæta sig því að þær fjölluðu um mál sem áttu sér stað áður en Manafort og Gates störfuðu fyrir framboðið. Forsetinn á þó að hafa kvartað undan því að fjölmiðlar gerðu of mikið úr hlutverki Manafort í kosningabaráttu hans. Fréttirnar af Papadopoulos eru aftur á móti sagðar hafa komið Trump á óvart „Í alvörunni? Þessi gaur?“ segir háttsettur starfsmaður Hvíta hússins að Trump hafi sagt um Papadopoulos.„Allir eru að fara yfir um“ Innanhússátök eru sögð hafa átt sér stað um hvort að Trump ætti að ráðast að trúverðugleika Mueller. Lögmenn Trump hafi ráðið honum eindregið frá því og hvatt hann til að vinna með rannsakendum Mueller jafnvel þó að aðrir ráðgjafar, þar á meðal Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trump, hafi hvatt forsetann til að svara fyrir sig af hörku. „Að krefjast brottrekstrar Mueller myndi grafa undan málflutningi Hvíta hússins,“ hefur CNN eftir ónafngreindum heimildarmanni úr stjórn Trump.Robert Mueller opinberaði þrjár ákærur í Rússarannsókn sinni sem skóku Wahington-borg í gær.Vísir/AFPReiði forsetans er sögð hafa verið augljós þeim sem áttu samskipti við hann í Hvíta húsinu í gær. Andrúmsloftið þar hafi einkennst af þreytu og ótta við óvissuna. Sumir starfsmenn hafi rætt sín á milli um hvert rannsókn Mueller gæti leitt næst. „Hringurinn er að þrengjast. Allir eru að fara yfir um,“ hefur Washington Post eftir háttsettum repúblikana sem var í samskiptum við æðstu stjórnendur Hvíta hússins í gær. Eykur líkurnar á inngripi í rannsókninaÞrátt fyrir að reiðin kraumaði undir lét Trump ekkert uppi þegar hann tók á móti börnum í tilefni hrekkjavökuhátíðarinnar í Hvíta húsinu og gaf þeim sælgætispoka með eiginkonu sinni, Melaníu. Hunsaði Trump tilraunir blaðamanna til að spyrja hann út í ákærurnar. CNN segir að bandamenn forsetans hafi rætt um það í einrúmi að vendingar gærdagsins gerðu það líklegra að Trump reyndi á endanum að leggja stein í götu rannsóknarinnar, jafnvel að reka Mueller. Hvað sem síðar verður takmarkaði Trump sig við tvö tíst í gær þar sem hann lýsti ergelsi sínu yfir að Hillary Clinton og Demókrataflokkurinn væru ekki skotmörk rannsóknarinnar. „Það er EKKERT SAMRÁÐ!“ tísti Trump.....Also, there is NO COLLUSION!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Hlakkar í þáttastjórnendum: „It's Mueller time“ Stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum fóru yfir nýjustu vendingar Rússarannsóknarinnar svokölluðu í gær. 31. október 2017 10:45 Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Hlakkar í þáttastjórnendum: „It's Mueller time“ Stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum fóru yfir nýjustu vendingar Rússarannsóknarinnar svokölluðu í gær. 31. október 2017 10:45
Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14
Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00