Svilar urðu á slæm mistök í fyrri leik liðanna í Lissabon fyrir tveimur vikum þegar hann labbaði með boltann inn í markið. Það mark réði úrslitum í leiknum.
Eftir stundarfjórðung í leiknum í kvöld fékk United vítaspyrnu. Anthony Martial fór á punktinn en Svilar varði spyrnu hans.
Svilar varð þar með yngstur til að verja vítaspyrnu í Meistaradeildinni en belgíski strákurinn er 18 ára 65 daga gamall.
18y 65d - Mile Svilar is the youngest goalkeeper to save a penalty in a Champions League match (18y 65d old). Wall. pic.twitter.com/LyHgtBWgp0
— OptaJoe (@OptaJoe) October 31, 2017
Strákurinn varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora sjálfsmark. Afar óheppinn, Svilar.
Mile Svilar becomes the youngest player to score a #UCL own goal (18y - 65d).
— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 31, 2017
Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik United og Benfica með því að smella hér.