Blaðamenn og bankaleynd Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 20. október 2017 07:00 Á undanförnum dögum hefur nokkuð borið á fullyrðingum um að bankaleynd taki ekki til fjölmiðla. Af því tilefni tel ég rétt að draga fram ákveðin atriði í þessu sambandi enda tel ég að slíkar fullyrðingar standist ekki. Um umrædda þagnarskyldu (bankaleynd) er fjallað í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Þar segir í 1. mgr. að stjórnarmenn og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækis séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfsins og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingarnar samkvæmt lögum. Í 2. mgr. greinarinnar segir síðan: „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“ Hvorki í ákvæðinu sjálfu né í lögskýringargögnum með því er að finna vísbendingar um að skyldan taki ekki til fjölmiðla eða að ætlun löggjafans hafi yfir höfuð verið að undanskilja fjölmiðla frá umræddri skyldu. Í ljósi orðalags 2. mgr. um „viðtakendur“, án nokkurra fyrirvara þar að lútandi, telst slík lögskýring því vart tæk. Fjölmiðlar eru þannig viðtakendur eins og allir aðrir. Að undanskilja fjölmiðla bankaleynd stenst ekki heldur m.t.t. þeirra raka, sem nefnd hafa verið í umræðunni, að umræddur skilningur eigi sér að einhverju leyti stoð í sambærilegu ákvæði danskra laga. Í þessu sambandi er þess í fyrsta lagi að hvorki í danska ákvæðinu né í greinargerð með því er fjallað um að fjölmiðlar séu undanskildir umræddri skyldu. Í öðru lagi er ljóst að jafnvel þótt danska ákvæðið yrði túlkað með þeim langsótta hætti fengi það ekki breytt túlkun á íslenska ákvæðinu og þeim lögskýringargögnum sem stuðst verður við hér á landi. Sú niðurstaða mín að bankaleynd gildi um fjölmiðla styðst ekki einungis við túlkun fyrrgreinds ákvæðis laga um fjármálafyrirtæki og almenn lögskýringarviðmið, heldur ekki síður siðferði og grunngildi faglegrar blaðamennsku. Slíkar reglur fela m.a. í sér að ekki sé fjallað opinberlega um upplýsingar sem leynt eigi að fara lögum samkvæmt nema réttlætanlegar ástæður leiði til þess að slíkri vernd megi víkja til hliðar. Það leiðir beinlínis af eðli ákvæða um þagnarleynd að markmiðið með þeim er að koma í veg fyrir að tilteknar upplýsingar verði gerðar opinberar. Það væri í andstöðu við tilgang slíkra reglna ef verndin næði ekki yfir það þegar fjölmiðlar hafa komist í viðkomandi gögn. Það blasir enda við að einmitt þegar upplýsingar eru þess eðlis að þær eiga að fara leynt er mest þörf á að þær birtist ekki í fjölmiðlum þar sem þær verða þá aðgengilegar öllum. Önnur niðurstaða fæli í sér að unnt væri að aftengja þá leynd sem hvíldi yfir viðkomandi upplýsingum með því einfaldlega að afhenda upplýsingarnar fjölmiðlum og við stæðum frammi fyrir þeirri sérkennilegu stöðu að upplýsingar sem almennt mætti ekki gera opinberar væri engu að síður heimilt að dreifa opinberlega ef fjölmiðill ætti í hlut. Það væri í hróplegu ósamræmi við markmiðið með 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki ef túlka ætti „viðtakendur“ í 2. mgr. ákvæðisins þannig að þar væri ekki átt við fjölmiðla. Það væri einnig í andstöðu við 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs, sem gjarnan er vísað til í tengslum við ákvæði um þagnarskyldu, enda yrði afleiðingin af því sú að mönnum væri í lófa lagið að koma sér undan þagnarskyldunni með því að senda viðkomandi gögn á fjölmiðla og þannig „opna“ á opinberun viðkomandi upplýsinga. Í því fælist slík þversögn að verulega ólíklegt verður að telja að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu. Það fæli einnig að líkindum í sér að íslenska ríkinu hefði mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs, enda væri verndin að þessu leyti þá afar takmörkuð hér á landi. Hitt er aftur annað mál að rök kunna að standa til þess að ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafa m.a. verið túlkuð svo að í þeim felist ríkt frelsi fjölmiðla til þess að fjalla um hvaðeina það sem á erindi til almennings, verði túlkuð svo að heimilt sé að víkja frá bankaleyndinni í ákveðnum tilvikum. Það kann t.d. að eiga við þegar mælt er fyrir um skyldu einstakra aðila til að afhenda stjórnvöldum tiltekin gögn eða þegar almannahagsmunir krefjast þess að bankaleyndinni sé aflétt í þágu tjáningarfrelsis og frjálsrar stjórnmálaumræðu. Þegar mál sem snerta bankaleynd hafa rekið á fjörur mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómstóllinn t.d. í engu vikið að því að ákvæði í innanlandsrétti, sem leggi þá skyldu á herðar blaðamönnum að gæta bankaleyndar, séu andstæð fjölmiðlafrelsinu, heldur einmitt talið slík ákvæði eðlileg en mælt fyrir um að rétt kunni að vera, í ákveðnum tilvikum, að víkja frá slíkum reglum. Þegar þeim tilvikum sleppir, sem vitanlega eru háð mati hverju sinni, er á hinn bóginn á engan hátt unnt að halda því fram fullum fetum að fjölmiðlum sé að jafnaði heimilt að fjalla um upplýsingar sem háðar eru bankaleynd. Það er einfaldlega röng lagatúlkun.Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og stundakennari í fjölmiðlarétti við lagadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur nokkuð borið á fullyrðingum um að bankaleynd taki ekki til fjölmiðla. Af því tilefni tel ég rétt að draga fram ákveðin atriði í þessu sambandi enda tel ég að slíkar fullyrðingar standist ekki. Um umrædda þagnarskyldu (bankaleynd) er fjallað í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Þar segir í 1. mgr. að stjórnarmenn og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækis séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfsins og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingarnar samkvæmt lögum. Í 2. mgr. greinarinnar segir síðan: „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“ Hvorki í ákvæðinu sjálfu né í lögskýringargögnum með því er að finna vísbendingar um að skyldan taki ekki til fjölmiðla eða að ætlun löggjafans hafi yfir höfuð verið að undanskilja fjölmiðla frá umræddri skyldu. Í ljósi orðalags 2. mgr. um „viðtakendur“, án nokkurra fyrirvara þar að lútandi, telst slík lögskýring því vart tæk. Fjölmiðlar eru þannig viðtakendur eins og allir aðrir. Að undanskilja fjölmiðla bankaleynd stenst ekki heldur m.t.t. þeirra raka, sem nefnd hafa verið í umræðunni, að umræddur skilningur eigi sér að einhverju leyti stoð í sambærilegu ákvæði danskra laga. Í þessu sambandi er þess í fyrsta lagi að hvorki í danska ákvæðinu né í greinargerð með því er fjallað um að fjölmiðlar séu undanskildir umræddri skyldu. Í öðru lagi er ljóst að jafnvel þótt danska ákvæðið yrði túlkað með þeim langsótta hætti fengi það ekki breytt túlkun á íslenska ákvæðinu og þeim lögskýringargögnum sem stuðst verður við hér á landi. Sú niðurstaða mín að bankaleynd gildi um fjölmiðla styðst ekki einungis við túlkun fyrrgreinds ákvæðis laga um fjármálafyrirtæki og almenn lögskýringarviðmið, heldur ekki síður siðferði og grunngildi faglegrar blaðamennsku. Slíkar reglur fela m.a. í sér að ekki sé fjallað opinberlega um upplýsingar sem leynt eigi að fara lögum samkvæmt nema réttlætanlegar ástæður leiði til þess að slíkri vernd megi víkja til hliðar. Það leiðir beinlínis af eðli ákvæða um þagnarleynd að markmiðið með þeim er að koma í veg fyrir að tilteknar upplýsingar verði gerðar opinberar. Það væri í andstöðu við tilgang slíkra reglna ef verndin næði ekki yfir það þegar fjölmiðlar hafa komist í viðkomandi gögn. Það blasir enda við að einmitt þegar upplýsingar eru þess eðlis að þær eiga að fara leynt er mest þörf á að þær birtist ekki í fjölmiðlum þar sem þær verða þá aðgengilegar öllum. Önnur niðurstaða fæli í sér að unnt væri að aftengja þá leynd sem hvíldi yfir viðkomandi upplýsingum með því einfaldlega að afhenda upplýsingarnar fjölmiðlum og við stæðum frammi fyrir þeirri sérkennilegu stöðu að upplýsingar sem almennt mætti ekki gera opinberar væri engu að síður heimilt að dreifa opinberlega ef fjölmiðill ætti í hlut. Það væri í hróplegu ósamræmi við markmiðið með 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki ef túlka ætti „viðtakendur“ í 2. mgr. ákvæðisins þannig að þar væri ekki átt við fjölmiðla. Það væri einnig í andstöðu við 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs, sem gjarnan er vísað til í tengslum við ákvæði um þagnarskyldu, enda yrði afleiðingin af því sú að mönnum væri í lófa lagið að koma sér undan þagnarskyldunni með því að senda viðkomandi gögn á fjölmiðla og þannig „opna“ á opinberun viðkomandi upplýsinga. Í því fælist slík þversögn að verulega ólíklegt verður að telja að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu. Það fæli einnig að líkindum í sér að íslenska ríkinu hefði mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs, enda væri verndin að þessu leyti þá afar takmörkuð hér á landi. Hitt er aftur annað mál að rök kunna að standa til þess að ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafa m.a. verið túlkuð svo að í þeim felist ríkt frelsi fjölmiðla til þess að fjalla um hvaðeina það sem á erindi til almennings, verði túlkuð svo að heimilt sé að víkja frá bankaleyndinni í ákveðnum tilvikum. Það kann t.d. að eiga við þegar mælt er fyrir um skyldu einstakra aðila til að afhenda stjórnvöldum tiltekin gögn eða þegar almannahagsmunir krefjast þess að bankaleyndinni sé aflétt í þágu tjáningarfrelsis og frjálsrar stjórnmálaumræðu. Þegar mál sem snerta bankaleynd hafa rekið á fjörur mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómstóllinn t.d. í engu vikið að því að ákvæði í innanlandsrétti, sem leggi þá skyldu á herðar blaðamönnum að gæta bankaleyndar, séu andstæð fjölmiðlafrelsinu, heldur einmitt talið slík ákvæði eðlileg en mælt fyrir um að rétt kunni að vera, í ákveðnum tilvikum, að víkja frá slíkum reglum. Þegar þeim tilvikum sleppir, sem vitanlega eru háð mati hverju sinni, er á hinn bóginn á engan hátt unnt að halda því fram fullum fetum að fjölmiðlum sé að jafnaði heimilt að fjalla um upplýsingar sem háðar eru bankaleynd. Það er einfaldlega röng lagatúlkun.Höfundur er sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík og stundakennari í fjölmiðlarétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun