Körfubolti

Hrósaði stráknum þrátt fyrir aðeins 17% skotnýtingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lonzo Ball fann sig ekki í sínum fyrsta leik fyrir Lakers.
Lonzo Ball fann sig ekki í sínum fyrsta leik fyrir Lakers. vísir/getty
Lonzo Ball spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni þegar Los Angeles Lakers tapaði 92-108 fyrir Los Angeles Clippers í nótt.

Miklar væntingar eru gerðar til Balls sem var valinn númer tvö í nýliðavalinu í sumar. Hann átti hins vegar ekki sinn besta leik í nótt. Ball skoraði aðeins þrjú stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Aðeins eitt af sex skotum sem hann tók rataði rétta leið.

Athyglissjúki pabbi hans, LaVar Ball, var hins vegar ánægður með strákinn.

„Lonzo átti fínan leik,“ sagði Ball kokhraustur í viðtali á ESPN.

„Einhver verður að koma upp með boltann. Ekki láta mig taka fram skóna. Ég gæti skorað 20 stig. Ég vil frekar að Lonzo setji niður eitt skot í sex tilraunum en að verma tréverkið.“

LaVar Ball tók sig svo til og gagnrýndi Patrick Beverley, leikmann Clippers, fyrir eitthvað sem hann á að hafa sagt við strákinn. Ball sagði m.a. að öllum væri sama um Beverley og hann ætti að láta son sinn í friði.

LaVar Ball er mikill kjaftaskur.vísir/getty
NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×