Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. október 2017 12:30 Vísir/Getty Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira