Raunverulegur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 23. október 2017 06:00 Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun