Raunverulegur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 23. október 2017 06:00 Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar