Klukknahljómur berst frá Hallgrímskirkju á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2017 12:03 Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október. Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Klukkurnar í Hallgrímskirkju eru loks farnar að hringja á ný en viðgerð á klukkunum er nú lokametrunum. Ekkert hafði heyrst í klukkunum síðan í ágúst á síðasta ári þegar búnaður sem tengir klukkuspilin og kirkjuklukkurnar bilaði. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir starfsmenn kirkjunnar vera himinlifandi með að loks sé aftur farið að heyrast í klukkunum. Þá hafi nágrannar og aðrir gestir kirkjunnar einnig lýst yfir ánægju sinni. „Við erum enn í þeim fasa að prófa þær. Það er búið að stilla klukkurnar en við erum enn að fínpússa þær. Við erum búin að vinna að þessu síðan í janúar.“ Hallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna í Reykjavík, enda kirkjan eitt helsta kennileiti borgarinnar. Jónanna segir að viðgerðin hafi farið þannig fram að ákveðnir hlutir hafi verið teknir niður og sendir til Hollands. „Það tók alveg þrjá, fjóra mánuði að gera við, yfirfara búnaðinn. Annað var ónýtt og sett nýtt, eins og til dæmis aðaltölvan sem stýrir þessu núna. Það eru þrjár klukkur uppi í turni og svo er svokallað klukknaspil sem hægt er að spila lögin á og stilla.“ Hún segir að í síðustu viku hafi komið verkfræðingur frá hollenska fyrirtækinu Eijsbout til landsins og hafi hann unnið að því að koma klukkunum í gang. „Það var á miðvikudaginn sem við heyrðum fyrstu slögin og það var dásamlegt. Klukkurnar hringja á korters fresti, en hringingin á heila tímanum er nokkru lengri en hinar þrjár. Úrin í þann mund að komast í lag Jónanna segir að úrin, sem snúa í höfuðáttirnar fjórar, hafi sömuleiðis verið óvirk þar sem þau tengist einnig aðaltölvunni. „Nú eiga þau að vera virk, en það hefur komið upp einhver smávægileg bilun sem rafvirkjar kirkjunnar vinna nú að því að lagfæra.“ Hörður Áskelsson. Hollenska fyrirtækið Eijsbout sá um viðgerðirnar á klukkunum, en Jónanna segir áætlaðan kostnað við viðgerðirnar hafa verið um 15 milljónir króna. Hörður stýrir spilinu úr símanum sínum Hörður Áskelsson, kantor og stjórnandi klukkuspilsins, segist mjög ánægður með að klukkurnar skuli vera komnar í gagnið. Hann segir þetta þriðja kynslóð stýribúnaðar klukkuspilsins og að hann geti nú stýrt spilinu úr appi í síma sínum. Hörður vonast sé til að hægt verði að vígja klukkuspilið formlega á svokölluðum Lúthersdögum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju dagana 26. til 31. október.
Hallgrímskirkja Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira