Yngri kjósendur kjósa utan kjörfundar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 19:00 Kjósendur í Smáralind í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra. Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra.
Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00