Seinni bylgjan: Spurningin sem enginn hatar meira en Snorri Steinn Guðjónsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 10:00 Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson og strákarnir í Seinni bylgjunni tók fyrir stöðu Snorra Steins Guðjónssonar, annars þjálfara Valsliðsins í þættinum í gær. Valsliðið spilaði afar dapran sóknarleik í stórtap á móti FH í toppslag deildarinnar á sunnudaginn. „Endalausa spurningin er, spurning sem einn maður hatar meira en allt í heiminum og það er hann sjálfur, Snorri Steinn Guðjónsson,“ sagði Tómas Þór sem var þá að vísa í það að Snorri Steinn hefur ekki spilað með Valsliðinu í vetur. Það héldu flestir að hann ætlaði að vera spilandi þjálfari á þessu tímabili. Snorri Steinn ætlar sér að gera alvöru leikstjórnanda úr Ými Erni Gíslasyni sem hefur fengið að spila mikið á miðjunni í sókn Vals. Það hefur hinsvegar ekki gengið alltof vel. „Menn bíða eftir meiru frá Ými. Hann var meiddur í undirbúningnum og það mæðir mikið á honum í varnarleiknum. Ég veit bara ekki hvort hann sé í standi til þess að taka sóknina líka. Þá er það spurningin hvort Snorri eigi ekki að létta það af honum og spila sjálfur á móti Antoni á miðjunni í sókn. Taka kannski 50 prósent á móti honum. Ég veit það ekki en hann bara stýrir því sjálfur,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var spekingur þáttarins í gær með Sigfúsi Sigurðssyni. „Fyrst og fremst þarf liðið í heild á ná meiri rytma og meiri hraða. Passa það að vera ekki svona útreiknalegir,“ bætti Dagur við. Snorri Steinn hefur ekki gefið mikið af sér í upphafi tímabils hvað varðandi viðtöl og annað en Dagur býst við meiru frá honum. „Ég held að það eigi eftir að koma meira. Ég held að hann eigi eftir að koma inn á völlinn. Við megum ekki gleyma því að þetta eru fyrstu sjö, átta leikir hans á þjálfaraferlinum og hann er að koma inn í samstarf með Gulla. Þeir eru kannski ennþá að finna fjalirnar og Gulli er mjög reynslumikill þjálfari úr deildinni. Það er ekkert skrýtið að hann sé leiðandi í þessu enda þekkir hann þetta landslag vel,“ sagði Dagur. Það má finna alla umræðuna um Snorra Stein í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira