Farþegar Wow Air urðu eftir í París vegna fugls í Kaupmannahöfn Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2017 15:59 Breiðþota Wow Air fékk fugl í hreyfil á leið til Kaupmannahafnar í gær. Vísir/Getty Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik. Fréttir af flugi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Röskun varð á leiðakerfi flugfélagsins Wow Air eftir að Airbus-þota flugfélagsins fékk fugl í hreyfil í aðflugi í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan sjö í gærmorgun og var lent rétt fyrir hádegi í Kaupmannahöfn. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir í samtali við Vísi að talsverð seinkun hefði orðið á flugi vegna þessa atviks og við það hafi leiðakerfið riðlast. Ekki var hægt að notast við þotuna í bili sem fékk fugl í hreyfilinn og þurfti því að skipta út vélum. Breiðþota, sem tekur 350 manns, sem átti að fara til Parísar gat ekki flogið þá leið. Það varð til þess að um tuttugu farþegar sem áttu bókað far með Wow Air frá Parísar til Íslands í gær, komust ekki með vegna yfirbókunar sem orsakaðist af þessu óhappi í Kaupmannahöfn. „Þessar aðstæður urðu í raun enn erfiðari fyrir okkur því að ein af breiðþotum okkar er í reglubundnu viðhaldi en við hefðum annars getað nýtt hana til að leysa málið fyrr,“ segir Svana í samtali við Vísi. Hún segir sætanýtingu hjá Wow Air um og yfir 90 prósent á flestum flugleiðum félagsins. Ef einhver röskun á sér stað, hvort sem það er tengt veðri eða líkt og í gær þegar fugl lenti í hreyfli vélarinnar, getur tekið nokkurn tíma að koma öllum farþegum fyrir á ný í flug. „Við bjóðum farþegum okkar ef ef um slíkar tafir eru að ræða gjafabréf í flug hvert sem er með WOW air og í lang flestum tilfellum ganga allir sáttir frá borði,“ segir Svana. Þeir sem urðu eftir í París fengu hótelgistingu á vegum Wow Air en Svana segir flugáætlun flugfélagsins vera komna í lag eftir þetta atvik.
Fréttir af flugi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira