Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. október 2017 19:00 Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar.
Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53