Lækkum verð með aukinni samkeppni Lárus S. Lárusson skrifar 25. október 2017 10:45 Strax eftir hrun sendi Samkeppniseftirlitið frá sér skýrslu um opnun markaða þar sem staðan á fjölda mikilvægra markaða var greind og stjórnvöldum bent á aðgerðir til þess að efla uppbyggingu og auka samkeppni. Í skýrslunni kom fram að töluvert af opinberum samkeppnishindrunum var enn til staðar og var hinu opinbera bent á fjölda raunhæfra aðgerða sem gætu leitt af sér aukna samkeppni samfélaginu og neytendum til hagsbóta. Seinna þegar Mackinsey skýrslan kom út árið 2012 kom á daginn að aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins var á réttri braut. Árið 2015 stóð Samkeppniseftirlitið fyrir opnum fundi með OECD þar sem rætt var um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Á fundinum var m.a. fjallað um það hvernig stjórnvöld geta með endurskoðun laga og reglna haft allt að 20% lækkandi áhrif á verð á viðkomandi mörkuðum. Það sem um ræði nánar til tekið er endurskoðun gildandi laga og reglna með það fyrir augum að ryðja úr vegi samkeppnishamlandi ákvæðum eða kerfisbundnum samkeppnishömlum sem geta falist í gildandi reglum eða leitt af þeim. OECD hefur þróað skilvirka aðferðafræði til þess að ná þessum markmiðum og var henni til að mynda beitt á Grikklandi með góðum árangri og skilaði þar ávinningi sem talinn er nema 2,5% af vergri landsframleiðslu Grikklands. Þetta var stór liður í endurreisn landsins. Framangreint hefur augljóslega mikla þýðingu ekki aðeins fyrir neytendur í landinu heldur ekki síður fyrir fyrirtæki og hagsmuni þeirra af því að geta starfað á markaði þar sem ríkir heilbrigð og virk samkeppni þar sem allir spila eftir sömu leikreglum. Síðan þá hefur lítið gerst. Margur hefði haldið að stjórnvöld myndu taka á sig rögg og grípa tækifærið til þess að ná svona miklum ávinningi fyrir samfélagið í heild. Því miður virðist sem stjórnvöld hafi skellt skollaeyrum við. Samkeppnishæfni okkar er undirstaða hagsældar á Íslandi. Til þess að bæta hana þurfa allir að eiga jafnan rétt og allir fara að sömu leikreglum, ekki síst hið opinbera. Aðgerðir sem geta skilað allt að 20% verðlækkun til almennings í landinu á tilteknum mörkuðum ættu að vera ofarlega í forgangsröðinni hjá ríkisstjórninni. Er þá ekki minnst á fleiri jákvæð áhrif sem fylgja í kjölfarið og hafa verið sannreyndar með aðferðafræði OECD.Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Strax eftir hrun sendi Samkeppniseftirlitið frá sér skýrslu um opnun markaða þar sem staðan á fjölda mikilvægra markaða var greind og stjórnvöldum bent á aðgerðir til þess að efla uppbyggingu og auka samkeppni. Í skýrslunni kom fram að töluvert af opinberum samkeppnishindrunum var enn til staðar og var hinu opinbera bent á fjölda raunhæfra aðgerða sem gætu leitt af sér aukna samkeppni samfélaginu og neytendum til hagsbóta. Seinna þegar Mackinsey skýrslan kom út árið 2012 kom á daginn að aðferðafræði Samkeppniseftirlitsins var á réttri braut. Árið 2015 stóð Samkeppniseftirlitið fyrir opnum fundi með OECD þar sem rætt var um áhrif stjórnvalda á samkeppni. Á fundinum var m.a. fjallað um það hvernig stjórnvöld geta með endurskoðun laga og reglna haft allt að 20% lækkandi áhrif á verð á viðkomandi mörkuðum. Það sem um ræði nánar til tekið er endurskoðun gildandi laga og reglna með það fyrir augum að ryðja úr vegi samkeppnishamlandi ákvæðum eða kerfisbundnum samkeppnishömlum sem geta falist í gildandi reglum eða leitt af þeim. OECD hefur þróað skilvirka aðferðafræði til þess að ná þessum markmiðum og var henni til að mynda beitt á Grikklandi með góðum árangri og skilaði þar ávinningi sem talinn er nema 2,5% af vergri landsframleiðslu Grikklands. Þetta var stór liður í endurreisn landsins. Framangreint hefur augljóslega mikla þýðingu ekki aðeins fyrir neytendur í landinu heldur ekki síður fyrir fyrirtæki og hagsmuni þeirra af því að geta starfað á markaði þar sem ríkir heilbrigð og virk samkeppni þar sem allir spila eftir sömu leikreglum. Síðan þá hefur lítið gerst. Margur hefði haldið að stjórnvöld myndu taka á sig rögg og grípa tækifærið til þess að ná svona miklum ávinningi fyrir samfélagið í heild. Því miður virðist sem stjórnvöld hafi skellt skollaeyrum við. Samkeppnishæfni okkar er undirstaða hagsældar á Íslandi. Til þess að bæta hana þurfa allir að eiga jafnan rétt og allir fara að sömu leikreglum, ekki síst hið opinbera. Aðgerðir sem geta skilað allt að 20% verðlækkun til almennings í landinu á tilteknum mörkuðum ættu að vera ofarlega í forgangsröðinni hjá ríkisstjórninni. Er þá ekki minnst á fleiri jákvæð áhrif sem fylgja í kjölfarið og hafa verið sannreyndar með aðferðafræði OECD.Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun