„Góða fólkið“ Logi Einarsson skrifar 26. október 2017 07:00 Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Logi Einarsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum iðulega uppnefnd „góða fólkið“ af andstæðingum okkar. Eins skrýtið og það er þá er það meint niðrandi, og ætlað að sýna fram á að við viljum sífellt hafa vit fyrir öðrum. Það væri í sjálfu sér undarleg stjórnmálahreyfing sem héldi ekki fram skoðunum sem hún teldi líklegar til að bæta samfélagið, en nóg um það. Við trúum því að samhjálpin sé einn göfugasti eiginleiki mannsins og jöfnuður sé vænlegasta leiðin til þess að byggja kraftmikið og friðsælt samfélag. Við trúum því að við fæðumst öll jöfn, með jafnan rétt til öruggs og innihaldsríks lífs og tækifæra til að þroska hæfileika okkar. Þess vegna tölum við svo oft um að auka hér félagslegan stöðugleika og styrkja almannaþjónustuna. Okkur finnst að hér eigi að vera fyrirtaks heilbrigðisþjónusta, góðir skólar og öflugir innviðir sem við njótum öll óháð efnahag og búsetu. Okkur finnst sanngjarnt að landsmenn njóti allir góðs af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að við deilum byrðunum eftir getu hvers og eins‚ og tryggum þannig að þau sem eru í bágri stöðu geti lifað með reisn. Þess vegna ætlum við að styðja betur við eldri borgara og þau 6.000 börn sem líða skort. Við ætlum að hjálpa leigjendum sem eru fastir í fátæktargildru. Við viljum að lög um móttöku flóttamanna byggi á meiri mannúð og að skýrari reglur verði settar sem taka sérstakt tillit til fólks í viðkvæmri stöðu, einkum barna. Við ætlum að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi og efla löggæsluna. Okkur þykir meira að segja að það geti verið skynsamlegt að hafa áhrif á neyslu fólks; til að mynda vegna lýðheilsusjónarmiða eða til að hafa betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Loks erum við sannfærð um að gott siðferði sé nauðsynlegt í stjórnmálum, samtvinnun þeirra og viðskipta sé skaðleg og við viljum að staðið sé við gefin loforð. Svona getum við nú verið afskiptasöm! Ef þú ert svo sammála þessari sýn okkar á samfélagið geturðu kosið XS á laugardaginn og tilheyrt hópi „góða fólksins“. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun