Logi braut kosningalög: Langsótt að dóttirin fái hann til að kjósa Framsóknarflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 17:16 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri ásamt dóttur sinni í dag. Stöð 2/Skjáskot Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga. DV greindi fyrst frá málinu en atvikið náðist á myndband í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. „Lögin eru nú hugsuð þannig að þau eru til þess að verja þann sem er að kjósa fyrir áhrifum, og mér finnst það langsótt að 12 ára gömul dóttir mín muni hafa það sterk áhrif á mig sem stjórnmálamann og frambjóðanda að ég fari að kjósa Framsóknarflokkinn,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi. Hann kaus á Akureyri nú fyrir hádegi í dag og tók dóttur sína með inn í kjörklefann. Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan á mínútu 1:46.Lofar að hegða sér betur í framtíðinni Umrætt atvik hefur vakið mikla athygli en í 81. grein laga um kosningar segir eftirfarandi: „Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer kjósandi með hann inn í kjörklefann, þar sem kjósandinn má einn vera, og að borði því er þar stendur.“ Því má segja að með þessu hafi Logi brotið kosningalög. „Örugglega var þetta klaufalegt hjá mér. Það gerði enginn athugasemd við þetta og ég spurði áður, en ég er ekkert að afsaka það,“ segir Logi um málið. „Ég geri þetta bara ekki næst og dreg bara mikinn lærdóm af þessu, lofa að hegða mér betur í framtíðinni hvað þetta varðar.“Nú fái enginn að fara inn í kjörklefa með barn Helga Eymundsdóttir, formaður kjörstjórnar á Akureyri, segir í samtali við Vísi að ekki hafi þótt ástæða til að banna fólki sérstaklega að taka börn sín með inn í kjörklefa. „Þetta er nú bara svona prinsippmál, við höfum ekkert verið að ýta við fólki þegar það kemur með börnin sín. Fólk er að koma með börn á öllum aldri og jafnvel kornabörn á handleggnum. Okkur hefur ekki fundist ástæða til að segja þeim að þau megi ekki kjósa ef þau geta ekki látið börnin frá sér,“ segir Helga sem segir kjörstjórnina ekki fram úr hófi fasta í hefðum og reglum hvað þetta varðar. „Við höfum dregið línuna þannig að það fari ekki fólk inn sem hefur komið á kosningaaldur.“ Helga segir nú verða breytingu þar á. Umfjöllun fjölmiðla í dag hafi orðið til þess að nú sé reglunum framfylgt til hins ítrasta og það sem eftir er dags fái enginn að fara inn í kjörklefana með barn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15 Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30 Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31 Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Kjörstað lokað í Grímsey: Helmingur kjósenda á „meginlandinu“ 50 manns eru á kjörskrá þar en einungis 24 kusu og kjörsókn því 48 prósent. 28. október 2017 13:15
Katrín: Skemmtilegast að hitta fólk augliti til auglitis Formaður Vinstri grænna kveðst bjartsýn og segir að flokksmenn eigi von á því að Vinstri græn bæti við sig fylgi í þessum kosningum. 28. október 2017 11:30
Kjósendur tóku daginn snemma: „Alltof mikið að kjósa á ársfresti“ Kjósendur voru margir hverjir snemma á ferðinni á kjörstað í morgun líkt og formenn flokkanna. 28. október 2017 14:31
Bjarni: „Vona að þetta skili sér allt og gott betur“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók kjördag snemma og mætti ásamt konu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, á kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ klukkan 10 í morgun. 28. október 2017 12:29