Kjörstöðum landsins lokað og talning atkvæða hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2017 22:15 Frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi. Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira