Bjarni: Snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 12:48 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Vísir/Ernir Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Staðan eftir kosningar er án fordæma að mati Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir snúið að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn með Vinstri grænum og Samfylkingu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það gamaldags nálgun að einblína á sterka meirihluta fárra flokka. Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma saman að þeim. Í umræðum leiðtoga flokkanna á Stöð 2 í hádeginu sagði Bjarni að við þær aðstæður sem nú væru uppi væri eðlilegt að horfa til þess að mynda sterka kjölfesta og taldi hann Sjálfstæðisflokkinn geta verið slík kjölfesta sem stærsti flokkurinn á þingi. Nauðsynlegt væri að koma ró á stjórnmálin og allir þyrftu að leggja sitt af mörkum þar. Áður hefur Bjarni sagt að honum hugnaðist betur ríkisstjórn færri flokka en fleiri. Í umræðunum nú sagðist hann telja það kalla á færri málamiðlanir. Þegar Bjarni var þá spurður að því hvort hann væri tilbúinn að mynda þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingunni sagðist hann ekki ætla að fara fram úr sér enda ætti hann eftir að heyra betur í samflokksmönnum sínum. „Þetta er snúið ef menn ætla að mynda ríkisstjórn þvert yfir pólitíska ásinn,“ tók Bjarni þó fram og sagði að þá þyrfti að skýra fyrir flokksmönnum hvernig hægt væri að þynna stefnu flokksins svo mikið út. Viðurkenndi Bjarni þó að kannski kallaði staðan á það. „Mér finnst þetta snúin staða sem er komin upp,“ sagði hann.Katrín Jakobsdóttir opnaði á möguleikann á minnihlutastjórn í umræðum á Stöð 2 í hádeginu.Vísir/AntonFannst ekki verra að starfa í minnihlutastjórn Þegar Katrín var spurð út í möguleg stjórnarmynstur gerði hún lítið úr þeim bollaleggingum og sagðist telja þær gamaldags nálgun. Málið snerist í raun um að nálgast hvernig flokkarnir ætluðu að vinna saman inni á þingi hvort sem meirihluta- eða minnihlutastjórn tæki við. Sagði hún marga ekki trúa því að minnihlutastjórnir væru mögulegar. Benti hún í því samhengi á afdrif ríkisstjórna frá hruni. Það hafi verið tveggja og þriggja flokka stjórnir sem hafi annað hvort ekki enst kjörtímabil sín eða endað sem minnihlutastjórn í tilfelli vinstristjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar frá 2009 til 2013. „Mér fannst það ekki verra,“ sagði Katrín um reynsluna af því að starfa í minnihlutastjórn. Katrín sagði að læra þyrfti af þessari reynslu. Málið snerist augljóslega ekki um hversu traustur meirihlutinn væri heldur hvernig flokkarnir ynnu saman. Hvað fylgi Vinstri grænna varðaði sagðist Katrín sátt við það jafnvel þó að skoðanakannanir hafi á tímabili bent til þess að flokkurinn fengi mun meiri stuðning. Benti hún á að vinstri vængurinn væri að styrkja sig og vísaði til fylgisaukningar Samfylkingarinnar. „Mér finnst það merkilegt,“ sagði Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira