Er mest allt í góðu lagi? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. október 2017 07:00 Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910. Bjarni spyr margra annarra spurninga, m.a um heilbrigðisþjónustuna, velferðarkerfið, menntakerfið, jafnrétti, samgöngur, tækni, alþjóðlegt hjálparstarf og auðlindir. Af greininni má draga þá ályktun að við skipum okkur fremst meðal þjóða og getum verið stolt. Öll ber greinin með sér að höfundur lítur kerfisbundið fram hjá ótal staðreyndum um alvarlega ágalla og skort innan þeirra málasviða sem hann velur sér. Hann virðist í litlu sambandi við napran raunveruleika mismununar, láglauna, lasinna vega, bótaskerðinga eða húsnæðisskorts, og hann horfir fram hjá stóru sprungunum í heilbrigðisþjónustunni og gengst ekki einu sinni við fátæktinni sem því miður er nöturleg staðreynd. Vinstri hreyfingin – grænt framboð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli almennings. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögufærir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til margvíslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma samkvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Í tveimur af tíu efstu tekjuflokkum landsmanna eru meðalárstekjur 11 til 18 milljónir kr. Það eru 54,8% allra tekna á landinu. Til samanburðar eru meðalárstekjur í neðsta flokki 318 þúsund kr. Í efsta flokki eru 20.860 einstaklingar með alls 339 milljarða í árstekjur. Aflögufært fólk? Fjármagnstekjur hafa verið um 95-100 milljarðar kr. á ári. Nálægt helmingur af þeim falla í hlut 1-2% fjármagnseigenda. Aflögufært fólk? Og enn fremur: Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Aflögufær? Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsynlega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kosningar 2017 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910. Bjarni spyr margra annarra spurninga, m.a um heilbrigðisþjónustuna, velferðarkerfið, menntakerfið, jafnrétti, samgöngur, tækni, alþjóðlegt hjálparstarf og auðlindir. Af greininni má draga þá ályktun að við skipum okkur fremst meðal þjóða og getum verið stolt. Öll ber greinin með sér að höfundur lítur kerfisbundið fram hjá ótal staðreyndum um alvarlega ágalla og skort innan þeirra málasviða sem hann velur sér. Hann virðist í litlu sambandi við napran raunveruleika mismununar, láglauna, lasinna vega, bótaskerðinga eða húsnæðisskorts, og hann horfir fram hjá stóru sprungunum í heilbrigðisþjónustunni og gengst ekki einu sinni við fátæktinni sem því miður er nöturleg staðreynd. Vinstri hreyfingin – grænt framboð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli almennings. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögufærir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til margvíslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma samkvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Í tveimur af tíu efstu tekjuflokkum landsmanna eru meðalárstekjur 11 til 18 milljónir kr. Það eru 54,8% allra tekna á landinu. Til samanburðar eru meðalárstekjur í neðsta flokki 318 þúsund kr. Í efsta flokki eru 20.860 einstaklingar með alls 339 milljarða í árstekjur. Aflögufært fólk? Fjármagnstekjur hafa verið um 95-100 milljarðar kr. á ári. Nálægt helmingur af þeim falla í hlut 1-2% fjármagnseigenda. Aflögufært fólk? Og enn fremur: Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Aflögufær? Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsynlega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum. Höfundur er í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun