Heimir Guðjóns: Ósáttur við tímasetninguna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2017 13:45 Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12
Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00