Murray og Williams munu keppa á Opna ástralska

Murray, sem situr í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki spilað síðan í júlí vegna meiðsla á mjöðm.
Hin 36 ára Serena Williams, sem er ein sigursælasta tenniskona sögunnar, eignaðist sitt fyrsta barn nú í september.
„Allir bestu tenniskapparnir verða komnir til baka í Melbourne,“ sagði Tiley.
„Ég hef talað við Murray og hann ætlar sér að eiga frábært ár 2018.“
Williams gaf út áður en hún átti dóttur sína að hún ætlaði sér að vera komin til baka fyrir Opna ástralska, en hún vann mótið í fyrra.
„Hún vill koma til baka og verja titil sinn,“ sagði Craig Tiley.
Hann á einnig von á því að efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, verði kominn þangað en hann hefur verið að glíma við meiðsli í olnboga.
Tengdar fréttir

Serena Williams birtir fyrstu myndina af frumburðinum
Tenniskonan Serena Williams hefur fengið nafn. Stúlkan heitir Alexis Olympia Ohanian Jr. og birti Williams fallega mynd af þeim mæðgum á Instagram.

Serena Willams sigraði systur sína og vann sér sinn 23. titil
Serena ritaði nafn sitt í sögubækurnar með þessum sigri og er því komin fram úr Steffi Graf sem hefur hingað til staðið Serenu framar. Hún er nú aðeins einum titli á eftir Margaret Court sem á metið í sigrum í tennisheiminum með 24 titla.

Serena greindi óvart frá óléttunni: „Ólétt eða ekki átti ég að vinna mótið“
Serena Williams vann opna ástralska meistaramótið, sitt 23. risamót, ólétt í byrjun árs.

Andy Murray hóf titilvörnina á sigri
Skotinn Andy Murray vann í dag Alexander Bublik á Wimbledon mótinu í tennis

Ólétt á forsíðu Vanity Fair
Serena Williams er nakin og ólétt á flottri forsíðu Vanity Fair

Serena Williams hefur eignast sitt fyrsta barn
Williams er sögð hafa fætt dóttur sína í dag á spítalanum St. Mary's Medical Center í West Palm Beach í Flórída-ríki.

Murray klár fyrir Wimbledon og á von á sínu öðru barni
Andy Murray, efsti maður heimslistans í tennis, segist vera klár í slaginn fyrir Wimbledon mótið sem hefst á morgun.