Hugvit, hagkerfið og heimurinn Sigurður Hannesson skrifar 11. október 2017 07:00 Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar