Heimir og Lars vilja vináttulandsleik á milli Íslands og Noregs fyrir HM Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2017 19:20 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu flottum árangri saman með íslenska landsliðið. vísir/afp „Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni: HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
„Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni:
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira